Blettameðferðin og ginningarfíflin

Rétt í þessu var að birtast á Morgunblaðsvefnum aldeilis dæmalaust óviturlegt myndband þar sem ung blaðakona lætur „sérfræðing“ setja sér sogbolla með tilheyrandi tilþrifum. Sjón er sögu ríkari.

Ekki tekst blaðamanni betur til í umfjöllun sinni en að hún virðist gleypa við þessu gagnrýnislaust og láta hafa sig að ginningarfífli.

Græðarinn gapir þarna meðal annars um að sogbollarnir örvi blóðflæðið og dragi úr bólgum þegar hið gagnstæða í raun sést á myndunum :)

Það sem fæstir átta sig á í þessu sambandi er að græðararnir nudda rækilega um leið og sogbollaseremonían fer fram. Takið eftir roðanum sem kominn er áður en bollunum er beitt.

Nuddið gefur vitanlega vellíðan og getur örvað blóðrás í vöðvum. En að sogið hafi áhrif á vöðvana er ofsagt. Hið gagnstæða væri raunin ef sogið næði þangað niður, sem það ekki gerir.

Ofangreind tilvitnun er af Fésbókarfærslu Björns Geirs Leifssonar, læknis. Hann stendur svokallaða „Vitleysisvakt“ og tekur fyrir „lyf“, „lækningar“ og annað álíka sem er í raun ekkert annað en vitleysa og rugl en í versta falli skipulögð fjárplógsstarfsemi.

Björn Geir hefur ekkert álit á þessari „blettameðferð“. Fjöldi fólks lætur hafa sig að ginningarfíflum og því miður virðist sá ágæti leikmaður íslenska landsliðsins, Guðjón Valur Sigurðsson, vera einn þeirra. Um hann er lítið „frétt“ á mbl.is í dag

Niðurstaða Björns Geirs ein einföld. Þetta eru bara blekkingar og aðferðin vita gagnslaus. Sorglegt að svona hindurvitni skuli ná til fólks.


mbl.is Guðjón Valur í „blettameðferðinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruddaskapur úr ræðustól Alþingis bætir ekkert

Sá sem uppnefnir aðra er rökþrota, kann ekki eðlileg samskipti. Svona talsmáti er í áttina að því ofbeldi sem byggist á leiðindum og einelti. Virðing Alþingis eða þingmanna vex ekki með þessu.

Allir hafa kynnst fólki sem ástundar leiðindi og ókurteisi. Maður þekkir þetta úr skólagöngu, á starfsferli eða bara á förnum vegi. Þetta er alltaf leiðindafólk, gerir lífið ömurlegt og truflar sálarlíf annarra.

Vel má vera að skipulagsleysi ríki nú á síðustu dögum yfirstandandi þings. Það bætir hins vegar ekki úr skák ef menn missa stjórn á sér og fara að uppnefna fólk úr ræðustól Alþingis. Það verður síst af öllu til þess að traust almennings á þinginu vaxi.

Hvað þarf að gerast til að fólk komi fram við hvert annað af ýtrustu kurteisi? Hvað er það sem kallar á ruddaskap? Eru einhverjir á þeirri skoðun að fyrir vikið að skipulag þingsins verði fyrir vikið miklu betra og skilvirkara?

Hverju telur Árni Páll Árnason að hann fái áorkað með því að kalla þingmenn stjórnarflokkanna „dólga“? Auðvitað hefur hann ekki hugsað þessa hugsun til henda. Lætur bara gremju eða reiði ná yfirhöndinni. Orð hans eru skráð og verða ekki tekin aftur. Síst af öllu eru þau honum til sóma jafnvel þó einhverjir samþingmenn hans hrópi upp yfir sig af hrifningu og kæti.

Líklega er það bara ég sem hef það á tilfinningunni að orðræðan stjórnarandstöðunnar líkist æ meir rökleysu og ruddaskap „virkra í athugasemdum“ á lélegum fjölmiðlum.


mbl.is „Þingdólgar!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband