Hjáseta Pírata í atkvæðagreiðslum á þingi er furðuleg

Píratar bHvað eru Píratar að gera á þingi ef þeir greiða ekki atkvæði í 33% atkvæðagreiðslna? 

Á þinginu 2014 til 15 greiddi Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata ekki atkvæði í 623 skipti af þeim 968 atkvæðagreiðslum sem hann átti að vera viðstaddur. Þar að auki var hann fjarverandi í 174 atkvæðagreiðslum.

Slóðin eftir manninn er þessi:

  • Já atkvæði: 138, 17%
  • Nei-atkvæði: 33, 4%
  • Greiðir ekki: 623, 64%

Vandséð er hvort Jón Þór Ólafsson eigi eitthvað erindi inn á þing en hann býður sig engu að síður fram.

Björn Leví Gunnarsson býður sig einni fram til þings fyrir Pírata. Hann kom inn sem varamaður á síðasta þingi og greiddi atkvæði á þennan hátt í aðeins 29 atkvæðagreiðslum:

  • Já atkvæði: 4, 14%
  • Nei-atkvæði: 1, 3%
  • Greiðir ekki: 24, 83%

Maðurinn er svo illa undirbúinn að hann greiðir ekki atkvæði í 24 af 29 atkvæðagreiðslum. Flest bendir til að maðurinn hafi verið sofandi í þingsalnum. Á svona maður eitthvað erindi á Alþingi Íslendinga?

Í flokki Pírata eru þrír þingmenn. Ásta Guðrún Helgadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson. Þau greiddu atkvæði á síðasta þingi þennan hátt (að meðaltali):

  • Já atkvæði: 658, 61%
  • Nei-atkvæði: 38, 4%
  • Greiðir ekki: 338, 33%

Þetta er ótrúleg niðurstaða og bendir til þess að Píratar sinni einfaldlega ekki vinnunni sinni eins og þeim er ætlað að gera. Nema auðvitað að þeir geti ekki haldið sér vakandi. 

Miðað við þessi vinnubrögð er afar óskynsamlegt að kjósa Pírata.

 

 


Bloggfærslur 26. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband