Eru framsóknarlausir fréttatímar í Ríkisútvarpinu framundan?

Nú ţegar ný forusta hefur veriđ kjörin í Framsóknarflokknum velti ég tvennu fyrir mér:

  1. Er hugsanlegt ađ draga muni úr fréttaflutningi Ríkisútvarpsins af Framsóknarflokknum og fréttir fari ađ verđa uppbyggilegri og meira upplýsandi um lífiđ og tilveruna?
  2. Gćti veriđ ađ vegur Framsóknarflokksins fari nú vaxandi eftir ótrúlega margar fréttir um flokkinn í Ríkisútvarpinu á undanförnum mánuđum?

Hiđ fyrra hefur veriđ svo ţreytandi og leiđinlegt og endađ međ ţví ađ mađur veit „of mikiđ“ um Framsóknarflokkinn, líklega meir en manni er hollt.

Hiđ seinna hefur ábyggilega ekki veriđ upphaflegt markmiđ fréttastofu Ríkisútvarpsins ađ hafa Framsóknarflokkinn sem fyrstu, ađra eđa ţriđju frétt í nćr öllum fréttatímum. Afleiđingin hlýtur vera sú ađ sumt fólk veit hreinlega ekki hvernig á ađ lifa lífinu án flokksins og ţađ greiđi honum ósjálfrátt atkvćđi í ţingkosningunum í lok október.

Óska nú landsmönnum framsóknarlausra draumfara um ókomna framtíđ og ekki síđur framsóknarlausra frétta í Ríkisútvarpinu í jafnlangan tíman.

 


mbl.is Lilja Dögg kjörin varaformađur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hljóđin sem berast upp úr jarđskorpunni eru furđuleg

Gođabunga, óróiŢar sem jarđskjálftahrinunni er nú lokiđ í Mýrdalsjökli langar mig til ađ rćđa suttlega um ţađ sem mér finnst athyglisverđast viđ ţessa ţrjá daga. Hér á ég fyrst og fremst viđ óróann sem mćldist undir jöklinum.

Fyrir ţá sem ekki ţekkja ţá eru víđa um land tćki sem Veđurstofa Íslands hefur sett upp til ađ mćla hljóđ sem koma úr jarđskorpunni en ţau eru á tíđni sem mannlegt eyra getur ekki greint.

Hljóđin eru nefnd órói og er mćld í mćlieiningunni Hz (Hertz). Óróinn verđur til ţegar til dćmis kvika ţrengir sér upp í gegnum jarđskorpuna eđa ţegar jarđskjálftar verđa og jafnvel kunna ađ vera fleiri ástćđur.

HeiđarbćrÁ Mýrdalsjökli eru tćki sem mćla óróann í Kötlu, t.d. á Gođabungu, Austmannsbungu og víđar.

Hins vegar geta jarđhrćringar og jafnvel eldgos orđiđ víđar í Mýrdalsjökli en í Kötluöskunni og ţar af leiđandi eru tćki sett á jökulinn og í kringum hann. 

Á efstu myndinn sést ađ óróinn hefst um miđjan síđasta fimmtudag og honum lýkur fyrir miđnćtti í gćr. Ţetta er bláa tíđnin sem mćld er frá 2 til 4 Hz. Örvarnar benda á dagsetningar á lárétta ásnum, upphaf og endi jarđskjálftahrinunnar, svona á ađ giska.

Heiđarbćr er vestan Ţingvallavatns, 120 km frá Kötluöskjunni. Óróamćlirinn ţar nemur umbrotin í Mýrdalsjökli ţokkalega. Sjá nćst efstu myndina. 

FagurhólsmýriNćrri 120 km er frá Kötlu og ađ Fagurhólsmýri. Ţar er mćlir og á honum má greina jarđskjálftahrinuna í Mýrdalsjökli og ţriđja myndin er ţađan.

Um 110 km norđan viđ Kötlu er Skrokkalda, lengst uppi Sprengisandi. Óróinn mćlist líka á mćlum ţar, en tíđnin ţar er nokkuđ lćgri, en ţó mun skýrari mćling en á hinum tveimur stöđunum. Gćti ástćđan veriđ sú ađ Skrokkalda er á gosbeltinu en Heiđarbćr og Fagurhólsmýri utan ţess, ţađ er ţess hluta sem er í stefnunni norđaustur og suđvestur, ţvert yfir landiđ?

Auđvitađ sést óróinn betur á mćlum Veđurstofunnar eftir ţví sem ţeir eru nćr Mýrdalsjökli.

SkrokkaldaŢar ađ auki getur óróinn birst á mćlum í mismunandi myndum og sumum ansi skemmtilegum eins og hér skal rakiđ.

Neđsta myndin er af óróa sem mćldist í tćkjum viđ Dyngjujökul ţann 26. ágúst. Hugsanlega eru hann ćttađur frá bergganginum sem flutti kviku frá Bárđarbungu og ađ eldstöđinni viđ Holuhraun áriđ 2014. Hann er enn í fullu fjöri ţó ţrýstingur í honum dugi ekki til ađ valda eldgosi ... ekki enn.

Ţarna virđist blá tíđnin birtast eins í hviđum, rétt eins og taktföst tónlist eđa kveđandi hjá mannfólkinu.

Dyn Órói 160826Haraldur Sigurđsson, jarđfrćđingur, sagđi ađ ţví er mig minnir ađ hann hafi „spilađ“ hljóđ frá eldgosum á um sextíu sinnum meiri hrađa en upptakan er áog náđ ađ hlusta á ansi skemmtilega takta.

Hvađ skyldi nú heyrast ef viđ gćtum spilađ ţennan takt frá mćlitćkinu viđ Dyngjujökul. Ég er viss um ađ ţađ vćri ansi fróđleg upplifun.

Tek enn og aftur fram ađ ég er ekki jarđfrćđingur, ađeins áhugamađur. Ţar sem skilningur minn er takmarkađur svo ég tali nú ekki um gáfur, er vert ađ fara ađ dćmi fornra sagnamanna og afsaka fyrirfram sé eitthvurt missagt hér ađ ofan.

 

 


Bloggfćrslur 2. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband