Uppboð á kvóta hefur margar alvarlegar afleiðingar

Stöðvum óréttlætið í sjávarútvegi. Stóraukum fé til heilbrigðismála með því að bjóða út kvótann.

Þetta segir Samfylkingin er litlu en „ossalega dætu“ vídeói sem á að sannfæra fólk um tvennt, ágæti Samfylkingarinnar og uppboðsleiðarinnar.

Látum þessa fullyrðingu standa, svona fyrir rökræðuna, og veltum afleiðingunum fyrir okkur. 

Vandamál fjölmargra byggða í landinu er að kvótinn, allur eða hluti hans, getur verið seldur í burtu, ýmist einn og sér eða hann fylgir burtseldu kvótaskipi. Þetta gerðis til dæmis á Skagaströnd, Ísafirði og víðar.

Flytjist kvótinn úr litlu byggðarlagi verður afleiðingin gríðarlegt tekjutap, atvinnuleysi, brottflutningur fólks, tekjutap fyrir sveitarfélag og þjónustufyrirtæki?

1. Hvernig tryggir uppboðsleiðin að fiskveiðikvóti í heilu byggðarlagi hverfi ekki?

Svarið er einfalt, uppboðsleiðin gerir það ekki. Uppboðsleiðin er einfaldlega árás á byggðirna sem byggja á sjávarútvegi og vinnslu sjávarafla. Hún er tilraunastarfsemi sem stefnir afkomu allra í hættu.

Þetta er svona eins og að ríkið ræni mann og berji í spað, útvegar svso greyið manninum ókeypis heilbrigðisþjónustu svo hann nú grói sára sinna, gefur honum loks pening og þá getur aftur farið út á götu og látið berja sig í spað. 

2. Markaðs- og sölumál sjávarfanga?

Hvernig er hægt að sinna markaðs- og sölumálum ef rekstur fyrirtækja er ekki stöðugur og framleiðslan skipulögð langt fram í tímann? Verði ítrekaðar truflanir á framleiðslu og umsamdar vöruafhendingar skila sér ekki er ljóst að áhugi kaupenda dvínar sem og þeirra kaupendur. Ábyrgðin er því mikil séu gerðar tilraunir með kvótakerfið.

Sala á íslensku sjávarafurðum er ekki í höndum á einum aðila, heldur fjölmargra, jafnvel þúsunda. Ekki aðeins er verið að selja óunnin fisk. Fjöldi fyrirtækja framleiðir unnar fiskafurðir og hjá þeim starfar fjöldi fólks. Það er því mikið í húfi að verð og afhending vöru sé samkvæmt því sem umsamið er.

Fjárhagsleg staða fyrirtækja byggir á því, atvinna fjölda fólks sem og annarra fyrirtækja sem mynda stuðningsgreinar sjávarútvegs og vinnslu fiskafurða.

Tilraunastarfsemi á borð við uppboðsleið á fiskikvótum veldur þessu fólki og fyrirtækjum stórkostlegri hættu. 

3. Verð á erlendum mörkuðum

Hvað gerist ef verðfall verður á erlendum mörkuðum? Varla styrkir það fjárhagslega stöðu fyrirtækja í sjávarútvegi, fyrirtækja í fiskvinnslu og framleiðslu eða starfsfólks í þessum greinum.

Verð geta breyst af ýmsum ástæðum. Neytendur velja á markaði um neysluvörur. Áróður um hvalveiðar Íslendinga geti lækkað verð. Einnig geta nýjar vörutegundir lækkað í verði og við því verða fiskútflytjendur að bregðast með því að lækka sín verð. Sögusagnir sjávarmengun getur haft alvarlegar afleiðingar sem og ef olíuskip strandi eða sekkur við landið.

Hugsanleg inngang í ESB mun hafa þær afleiðingar að Brussel tekur yfir stjórn fiskveiða í landhelginni. Þetta er óumsemjanleg krafa og er í lögum ESB, Lissabonsáttmálanum. Afleiðingin verður einfaldlega sú að erlend fiskiskip fá að veiða í íslenskri landhelgi. 

Lækkað verð á á erlendum mörkum hefur það áhrif á getu útgerða til að kaupa kvóta á uppboði. Þá er viðbúið að tekjur af auðlindinni hreinlega lækki, rétt eins og vel getur gerst í ofangreindum dæmum.

4. Niðurstaðan

Uppboðsleiðin er áhugaverð en þegar nánar er skoðað eru gallarnir margir. Hægt er að koma í veg fyrir gallanna með því að ríkisvaldið noti stóran hluta af tekjunum af uppboðsleiðinni til að bæta einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum tjón sem hún veldur.

Þá erum við aftur komin að dæmisögunni um manninn sem ríkið rænir, lemur, læknar, gefur honum peninga og setur hann alheilbrigðan út á götu til þess eins að ríkið ræni hann og lemji aftur og aftur og aftur.

Þá er betra heima setið en af stað farið. Betra að láta þessa uppboðsleið eiga sig og reyna að finna aðrar aðferðir til að leiðrétta hið meinta óréttlæti í sjávarútveginum. Skynsamlegast er auðvitað að kjósa ekki Samfylkinguna. Hún hefur enga stefnu aðra en þá að stunda tilraunastarfsemi með fjöregg þjóðarinnar.


Bloggfærslur 13. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband