Björt framtíð skrökvar um aðlögunarviðræður við ESB

Íslendingar landi eins góðum samningi og völ er á við Evrópusambandið og að þjóðin taki afstöðu til aðildar á grunni fullkláraðs samnings í þjóðaratkvæðagreiðslu, að undangenginni upplýstri og vandaðri umræðu.

Þetta segir í stefnuskrá stjórnmálaflokks sem kallar sig Björt framtíð. Sé annað í stefnuskrá flokksins eftir þessu á hann ekkert erindi inn þingi. 

Staðreyndin er einfaldlega sú að Evrópusambandið býður ekki upp á samning um aðild. Það var gert fyrir löngu síðan en síðan hefur reglunum verið breytt.

ESB býður upp aðeins upp á aðild, engan samning, aðeins aðild.

Til þess að það fá aðild þarf umsóknarþjóðin að vera ákveðin í því að ganga í sambandið. Sé svo, er tekið til við að aðlaga reglur og lög umsóknarþjóðarinnar að stjórnarskrá ESB, Lissabonsáttmálanum. Þess vegna heita þetta aðlögunarviðræður. Ekki samningaviðræður.

Ekki er gert ráð fyrir öðru en að þjóðin gangi inn í ESB þegar lög og reglur umsóknarþjóðarinnar hafa verið aðlagaðar.

Þetta gerðist þegar Ísland sótti um aðild. Hins vegar skrökvaði ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna um umsóknina. Hún skrökvaði að íslensku þjóðinni og ESB. Munum að tveir núverandi þingmenn Bjartrar framtíðar voru í Samfylkingunni á síðasta kjörtímabili.

Þjóðinni var sagt að hægt væri að „landa samningi“ sem væri mjög hagstæður. Það var og er rangt.

ESB var sagt að Ísland ætlaði í sambandið. Það var rangt. Ríkisstjórnin ætlaði að „landa samningi“ en það er ekki hægt vegna þess að viðræðurnar eru aðlögunarviðræður ekki samningaviðræður. Má vera að ríkisstjórnin hafi vitað þetta.

Í ljósi þessa á Björt framtíð ekkert erindi inn á Alþingi. Skynsamlegast er að kjósendur velji einhverja aðra flokka í staðinn. Flokka sem hafa gert eitthvað gagn á þingi.


Unnur Brá og jafnréttisumræðan

Með því að hlusta á Ríkisútvarpið og stjórnarandstæðinga í þinginu fær maður það ósjálfrátt á tilfinninguna að vinstri menn eigi jafnréttisumræðuna eins og hún leggur sig. Á sama hátt hefur verið reynt að hamra á því að Sjálfstæðisflokkurinn sé einfaldlega á móti öllu sem telst til umhverfismála og náttúruverndar svo dæmi séu tekin.

Ekkert er fjarri því og þar af leiðandi gleðst maður þegar sú ágæta þingkona, Unnur Brá Konráðsdóttir, stendur einfaldlega í ræðustól og gefur nýfæddu barni sínu brjóst um leið og hún flytur ræðu.

Skák og mát. Þetta er stórkostleg yfirlýsing. Enginn á jafnréttisumræðuna, hún er okkar allra. Við karlar eigum móður, margir systur og dætur. Ekki nokkur maður telur að konur eigi skilið lakari kjör eða lakara líf en karlar. Punktur.

Ég stend upp fyrir Unni Brá.


mbl.is Með barnið á brjósti í ræðustól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei hætta á gáleysisakstri í ám í Þórsmörk

Kort bráðabirgða2Fjöldi fólks veit ekki hvar Þórsmörk er en hefur þó margoft komið þangað. Fjöllmargir rugla og bulla og halda að Þórsmörk sé allt landið þarna í krinkanum milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls.

Í þokkabót kallar Vegagerðin veginn inn eftir Þórsmerkurveg. Samt liggur þó ekki í Þórsmörk heldur í Bása á Goðalandi.

Til að komast í Þórsmörk þarf að aka yfir Krossá, hún er ekki brúuð og því enginn vegur þangað heldur vegleysa. Vegurinn ætti að kallast eitthvað allt annað, til dæmis Básavegur.

Meðfylgjandi er kort sem ég kastaði upp í flýti. Á því sjást landsvæði sem undir engum kringumstæðum má kalla Þórsmörk. Það er einfaldlega rangt og brýtur gegn öllum hefðum, munnlegum og skriflegum heimildum um örnefni. Ein helsta heimildin er bókin Þórsmörk eftir Þórð Tómasson í Skógum og að auki árbækur sem Útivist hefur gefið út og kort sem félagið hefur unnið í samvinnu við Ferðafélag Íslands og fleiri aðila.

Efst á kortinu er landsvæði í brúnleitum lit. Það er Þórsmörk. Sunnan við það (munum að norður er alltaf upp á kortum) er Goðaland, litað með rauðu. Austan við það eru Hrunar, Múlatungur, Guðrúnartungur og Teigstungur. 

Vestan við Goðaland er Merkurtungur og þá Stakkholt og vestan frá skriðjöklinum er Steinsholt og hann heitir Steinsholtsjökull.

Með þessum örnefnum og mörgum fleiri er afar auðvelt að rata og ferðast, ekki fer á milli mála hvert ferðinni er heitið.

Einar Sveinbjörnssonm veðurfræðingur, fer ekki beinlínis með rangt má þar sem hann talar í fréttinni á mbl.is um hættu á gáleysisakstri í Þórsmörk. Hann á eflaust við að á veginn inn eftir falla margir ár og lækir. Auðvitað hefði blaðamaðurinn átt að leiðrétta Einar enda engin hætta í Þórsmörk.

Eini vegurinn sem er í Þórsmörk er frá Ranatá vestast á Merkurrana og inn að Húsadal. Enginn hætta er á gáleysisakstri í ám í Þórsmörk nema menn vilji telja Krossá til hennar og það er mér svo sem að meinalausu. Enginn mun hins vegar aka yfir lækinn sem fellur eftir Langadal vegna þess að þar er enginn vegur. Sem sagt lítil hætti á gáleysislegum akstri.

Ekki skal gert lítið úr vatnsföllum á leiðinni inn í Bása. Einu sinni voru taldar yfir fimmtíu ár og lækir á þeirri leið en það kann að hafa breyst. Af stórum ám hefur Akastaðaá verið oft til trafala, Jökulsáin sem kemur undan Gígjökli og ekki síður Steinsholtsá.

Margir vita að Krossá getur verið verulegur farartálmi í vætutíð eins og núna. Einnig er getur Hvanná verið til mikilla erfiðleika en hún er er vestan við Goðaland. Í henni er mikill straumur.

Dæmi eru um að Básalækurinn hafi bólgnað upp og flætt yfir veginn og gert margan bílstjórann óstyrkann. Strákagilslækur er oftast meinleysislegur en í svona tíð getur hann orðið að straumhörðu skaðræðisfljóti sem engu eirir og spillir landi og vegum.


mbl.is Hætta var á gáleysisakstri í Þórsmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband