Allt með kyrrum kjörum, fáir skjálftar nema í pólitík

ErrorFjölmiðlar voru uppfullir af fréttum um jarðskjálfta í Kötlu í síðustu viku og væntanlegt eldgos. Þá var ýmislegt sagt sem ekki stóðst.

Draumspakt fólk fullyrti að nú færi að gjósa. En ekkert gerðist nema það eitt að í lok mánaðarins á að kjósa. Til þings. Líklega eru það hörmungar sem um er ræðandi.

Jarðskjálftar koma í hrinum og ekki eru allir skjálftar fyrirboðar eldgosa. Fjarri því. Stundum eru miklir skjálftar um allt land og svo verður hlé, rétt eins og nú stendur yfir.

Veðurstofa Íslands er með ágæta vefsíðu um jarðhræringar og aðra óáran sem kunna að valda landsmönnum erfiðleikur. Frá því klukkan 12 síðasta laugardag og fram til klukkan 12 á mánudegi hafa mælst 64 skjálftar á og við Ísland.

  • Tveir skjálftar mælast tvö stig, og einn 2,1 stig. 
  • Um 23 skjálftar eru milli eins og tveggja stiga.

Þetta þykir nú ekki merkilegt á eldfjalla- og jarðskjálftaeyjunni góðu.

Líklega er Katla farin í haustfrí sem og aðrir vættir sem valda ókyrrð á landinu. Nema auðvitað stjórnmálaflokkarnir. Þeir valda ókyrrð víða, þó ekki eins og hér áður fyrr.

Annars veldur það mér sífelldum vonbrigðum hversu áðurnefnda draumspaka fólkið og ófreska skuli aldrei láta vita af hörmungum fyrirfram. Alltaf eftir á. Svona eins og þegar Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, sagðist hafa séð bankahrunið fyrir en honum láðist bara að segja frá því. Bömmer.

 


Bloggfærslur 10. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband