Sprengjunum átti aldrei að varpa á Japan

Eftir því sem lengra hefur liðið frá kjarnorkuárásunum á Hiroshima og Nagasaki koma staðreyndirnar enn betur í ljós. Árásirnar voru hrikalegri en nokkur orð fá lýst og varla að nokkur maður hafi skilning á þeim söguskýringum sigurvegarana að þær hafi verið nauðsynlegar til að binda enda á styrjöldina við Japani.

Afleiðingarnar voru einfaldlega slátrun á 234.000 almennum borgurum og þeir sem eftir lifðu bjuggu ótrúlegar kvalir í skamman eða langan tíma. Þeir sem urðu fyrir geislun þurftu að búa við skaðann sem eftir var ævi þeirra, raunar allt til þessa dags.

Með þá vitneskju sem mannkynið hefur af þessum atburðum er ljóst að sprengjurnar átti aldrei að nota. Þessi þekking sem við höfum núna á afleiðingunum var of dýru verði keypt.


mbl.is Fullkomin tortíming
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband