Á mótorhjóli á göngustígum í Heiđmörk

MótorhjólHann sparađi ekki bensíniđ fanturinn á ónúmerađa mótorhjólin sem spćndi upp göngustíga í Heiđmörk í gćr. Sem betur fer voru fáir á ferđ á ţessum slóđum.

Ekki var ég nógu snöggur ađ grípa til myndavélarinnar í símanum en náđi ţó mynd af manninum ţegar hann ţeysti framhjá mér.

För 1Auđvitađ er akstur mótorhjóla bannađur á göngustígum í Heiđmörk. Ţađ segir sig sjálft. Hjólunum er ekiđ hratt og víđast eru blindbeygjur á stígum og ţar er mikil slysahćtta.

Mótorhjól spćna upp göngustíga. Ţeim er bremsađ á beygjum, gefiđ í ţegar komiđ er út úr ţeim, spćnt í brekkum og svo framvegis. 

Ég var akandi ţegar ég mćtti mótorhjólakappanum. Hann snarstoppađi, hringspólađi og hvarf svo af veginum og inn á göngustíginn. Sá ekki betur en ađ hann sendi mér fingurinn um leiđ og hann hvarf.

Eftir ţetta heyrđi ég vélarhljóđiđ af og til hingađ og ţangađ um skóginn.

För 2Ţegar ég snéri til baka sá ég ađ hann hafđi greinilega fariđ um flestar gönguleiđir sem lágu yfir veginn, yndislega fallegar gönguleiđir sem margir nota til ađ styrkja sig í hlaupum.

Ekkert eftirlit er međ umferđ í Heiđmörk. Komiđ hefur fyrir ađ för hafa sést eftir bíla sem hringspóla á bílastćđum. Stundum hafa orđiđ stórskemmdir á ţeim. Skógrćktin hefur brugđist viđ ţessu međ ţví ađ rađa stóreflis björgum á bílastćđin, til ađ auđvelda ţeim ađ leggja sem vilja og um leiđ ađ takmarka olnbogarými ökufanta. Ţađ hefur dugađ.

Hins vegar gengur ekkert ađ koma í veg fyrir umferđ mótorhjólafanta. Ţessi sem ég sá í gćr var greinilega um tvítugt og ţví varla hćgt ađ kenna óvitaskap um gerđir hans.

För 3Vandinn er sá ađ mótorhjólamenn hafa fćrt sig ansi mikiđ upp á skaftiđ á síđustu árum. Ţeir hafa myndađ ljótar slóđir vestan undir Henglinum, hringekiđ Bláfjöll og í ţokkabót aka ţeir margir um á númerslausum hjólum sem á eingöngu ađ nota á lokuđum keppnissvćđum. Slíkt svćđi er viđ Bolöldu, viđ veginn inn í Jósefsdal. Ţar leika ţeir sér og ćttu ađ vera öllum til friđs. Hins vegar aka ţeir einir eđa í hópum um nágrenniđ og til ađ mynda hafa ţeir spćnt um gróin svćđi vestan undir Vífilsfelli, viđ Öldustein og í áttina ađ skíđasvćđunum.

Ţetta liđ skemmir ađ sjálfsögđu fyrir ţeim sem iđka íţrótt sína á lokuđum svćđum eđa fara löglega um vegi.

 


Bloggfćrslur 21. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband