Greiðsla fyrir þjónustu eða vegtollur fyrir ekkert

Nauðsynlegt er að átta sig á því að með bílastæðisgjöldum við höfnina ætlar Stykkishólmsbær einfaldlega að rukka fyrir þjónustu sem bifreiðaeigendum verður veitt. Allir geta sætt sig við slíkt enda kaup þeir þjónustuna sem vilja, hinir láta hana vera. Í stórum dráttum er sanngirnismál er að sá sem nýtir þjónustuna greiði fyrir hana, ekki hinir, hvorki skattgreiðendur né þeir sem óska ekki eftir henni.

Hitt er svo annað mál að hvorki sveitarfélög, landeigendur eða ríkisvald geta krafist greiðslu af þeim sem leggja leið sína um landsvæði meðan engin þjónusta er í boði. Nákvæmlega þetta var það sem ráðherra ferðamála ætlaði að gera, loka landinu fyrir umferð annarra en þeirra sem greiða vegtollinn. Um leið hefði aldalangri hefð um frjálsa för um landið verið lokið.

Höfuð það hugfast að á þessu tvennu sem hér hefur verið nefnt er gríðarlegur munur.


mbl.is Rukkað við höfnina í Stykkishólmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utanríkisráðherra viðurkennir ekki mistök ...

Í rökræðum virðist ávalt vera best að segja Q þegar andstæðingurinn segir A og B - og hafa um það sem flest orð. Þannig virðist gangurinn hjá Framsóknarmönnum þegar spurt er einfaldrar spurningar um viðskiptaþvinganir á Rússland. Í ágætu Reykjavíkurbréfi í helgarblaði Morgunblaðsins er pælingin þessi:

Þá væri einnig mikilvægt að átta sig á að ekki væri um almennt viðskiptabann að ræða, heldur væri bannið sniðið að þremur þáttum, hergögnum, viðskiptum við tiltekna banka og flutningi og frystingu eigna tiltekinna einstaklinga.

Viðskiptabannið er sem sagt lagað að hagsmunum þeirra sem ákvarðanir tóku um hvernig það skyldi útfært.

Svo virðist sem að ráðherrann hafi stokkið á viðskiptabannið rétt eins og það væri almennt bann en ekki takmarkað við ákveðin viðskipti. Þar með var allt í húfu fyrir aumingja Ísland enda var ekki hugað að „efnahagslegri áhættu“ vegna útflutningsins eins og segir í Reykjavíkurbréfinu. Ekkert áhættumat var gert vegna þátttökunnar.

Við, óbreyttir borgarar, rekum upp stór augu og veltum því alvarlega fyrir okkur hvað utanríkisráðherrann var eiginlega að gera.

Utanríkisráðherra svarar höfundi Reykjavíkurbréfsins svo elgant á þessa leið:

Líttu í spegil og hugsaðu nú aðeins um hvernig staðið var að því þegar ráðist var inn í Írak sem dæmi.

Svona tala bara þeir sem sjá ekki meiri sóma af eigin ummælum en þeir sem krota í ummælakerfi fjölmiðla. Þetta er einfaldlega uppgjöf í málefnalegri rökræðu.

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins segir eftirfarandi: 

Að gefa eft­ir í mál­efn­um Úkraínu væru skelfi­leg skila­boð. Ef við get­um ekki staðið með þjóðum sem búa við of­ríki ná­granna sinna sem virða ekki alþjóðasamn­inga, þá skul­um við ekki gera kröf­ur um stuðning annarra þjóða næst þegar við þurf­um á slíku að halda.

Karl er á villigötum í umræðunni. Um þetta fjalla ekki gagnrýnin á viðskiptaþvinganir á Rússland. Aðalatriðið er að ríkisvaldið og ekki síður þingið átti að kynna sér nákvæmlega það sem í þeim felst og kynna það fyrir þjóðinni og hagsmunaðilum, sumsé áhættumat. Það var hins vegar ekki gert.

Núna hefur komið í ljós að svokallaðar viðskiptaþvinganir eru ekkert annað en máttlaus sláttur á annað handarbak Rússa; Hætt'essu elsku Pútín ..., segja Evrópusambandið og Bandaríkin og halda svo áfram blómlegum viðskiptum, þó án hergagnasölu og annars smálegs.

Allir vita að utanríkisráðherrann ætlaði ekki að stefna viðskiptunum við Rússa í tvísýnu. Hann gerði mistök, algjör mistök og fæst núna ekki til að viðurkenna þau. Frekar brúkar hann munn við þá sem gagnrýna. Ekki aðeins að hann sendi ritstjóra Morgunblaðsins tóninn vegna ósköp eðlilegrar gagnrýni heldur gerir hans eins og Karl Garðarsson, þingmaður, reynir að tala málið út og suður.

Núna hótar ráðherra fiskvinnslunni og útgerðinni og talar um að hana vanti samfélagslega ábyrgð sem skilst ekki í samhenginu. Hins vegar má lesa það út úr orðum hans að sá sem sættir sig ekki við viðskiptaþvinganirnar skal gjalda þess á öðrum sviðum. Svo virðist að ekki einu sinni megi ræða um viðskiptaþvinganirnar ella missi útgerðin kvóta ...

Í sannleika sagt þá fer ekki mikið fyrir rökræðum um þessi mál. Málflutningur ráðherrans er algjörlega út úr kú þegar aðrir ræða um:

a. Grundvallaratriði stjórnsýslunnar

b. Mistök ráðherrans

c. ...

 

 


mbl.is Enginn skortur á „stórgrósserum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband