Barátta öfgafólks gegn lúpínu er gjörsamlega vonlaus

Lúpína í heiðmörkSannast sagna er stórfurðulegt hvernig sumt fólk berst svo hatramlega gegn landnámi gróðurs og breytingum á gróðurlendi.

Landvörðurinn í Vatnajökulsþjóðgarði heldur því fram að einhver hafi gróðursett lúpínu meðfram veginum í gegnum Eldhraun. Fjölmargir hafa bent á að fræ lúpínunnar geta borist þangað með öðrum hætti svo sem dekkjum bíla eða snjóruðningstækjum enda skammt í Eldhraun frá gróskumiklum lúpínubreiðum á Mýrdalssandi. Fjölmargir hafa bent 

Mosi er ekki alls staðar varanlegur gróður, hann víkur oftast verði á annað borð breytingar á gróðurfari. Víða fer mosinn hallloka gagnvart öðrum gróðurtegundum og ekkert við því að segja, þannig er náttúran. Mosinn er oft grunnur fyrir annan gróður sem þrífst þá betur. Á þessu eru þó þekktar undantekningar enda mosi oft með afbrigðum þaulsetinn og getur verið jafn einsleitur og lúpína. Hins vegar myndi engum detta það í hug að rífa birkiplöntur upp með rótum úr mosadyngjum. Hitt er þó þekkt að öfgafólk hér á landi fer um gróðurleysir til þess eins að finna lúpínu og rífa hana hana upp.

LúpinufjallidLúpína er stórkostleg jurt. Hún er vex hratt, dreifir vel úr sér og bætir jarðveginn nitri sem er afar mikilvægur fyrir annan gróður. Í kjölfar hennar getur svo aðrar tegundir átt auðveldar uppdráttar. Nefna má að skógrækt er mun auðveldari þar sem lúpína hefur farið um svo fremi sem þess er gætt að birkið nái upp úr lúpínubreiðum. Gerist það hörfar lúpínan því hún þrífst ekki í skugga hærri gróðurs.

Fjöldi fólks stundar hryðjuverk gegn lúpínu þrátt fyrir hið sára gróðurleysi sem ríkir á landinu. Engu líkar er en að tilgangurinn sé að vernda auðnirnar, berjast gegn landgræðslu. Þó er sannað að engin jurt dugar betur í landgræðslu en lúpína. Ýmsar aðferðir hafa verið notaðar jafnvel hefur verið eitrað fyrir henni og það án tillits til þess hvernig umhverfinu reiðir af vegna eitursins.

SkaftafellSvo er bent er á að þessi ágæta jurt sé innflutt. Benda má á fjölmargar aðrar innfluttar jurtir sem notaðar hér á landi. Margir telja sér það til gildis að rækta í eigin garði heilan helling af innfluttum jurtum en þegar komið er út fyrir garðinn mega ekki sjást aðrar jurtir en þær sem kallast „íslenskar“. Auðvitað jaðrar þetta við einhvers konar rasisma.

Barátta öfgahópa gegn lúpínu er löngu töpuð. Hún mun vaða um landið, græða það upp búa í haginn fyrir öðrum jurtum.

Ég hef áður vitnað í orð Sigvalda heitins Ásgeirssonar um lúpínuna og geri það hér aftur:

Ég skil vel sjónarmið þeirra, sem elska grjótið, en finnst að þeir ættu að geta látið sér nægja eyðimerkur, sem liggja annaðhvort of hátt yfir sjó fyrir lúpínuna eða eru of þurrar fyrir hana. Eldgos hófust ekki við landnám og skógum var að mestu eytt áður en loftslag tóka að kólna. Eins er ljóst, að kólnunin hefði aðeins átt að færa gróðurmörkin neðar, en ekki eyða gróðri niður að sjávarmáli. Þar átti mannskepnan allan hlut að máli, því maðurinn hlýtur að ráða yfir sauðkindinni en ekki öfugt.

Það munu vera til rannsóknaniðurstöður, sem sýna, að háplöntur eru færri í lúpínubreiðu en í örfoka mel. Skyldi engan undra. En eins og rannsókn Daða Björnssonar í Heiðmörkinni sýnir skýrt, víkur lúpínan, nema þar sem er viðvarandi áfok eða árennsli. Gaman væri, ef rannsókn hans væri framlengd frá 1990, þegar síðustu lofmyndir, sem hann notaði munu hafa verið teknar og fram til dagsins í dag. Þá kæmi hygg ég í ljós, hve fyndin orð þau eru, sem höfð voru eftir bæjarverkfræðingi Garðabæjar í Mbl. 28. júní sl., þar sem hann spáði því, að lúpínan myndi leggja undir sig alla Heiðmörkina á næstu 10 árum

Af hverju ætti lúpínan að leggja Heiðmörkina undir sig aftur, svona nýbúin að því og hörfar ört (nema á einhverjum örfoka melum ofan við Vífilsstaðavatn, þar sem hún varð dálítið sein fyrir). Þegar lúpínan víkur, fjölgar háplöntunum aftur. Jafnframt fjölgar mjög jarðvegslífverum í lúpínubreiðu, miðað við örfoka land, sbr. rannsóknir Eddu Oddsdóttur. Fuglar gera sig heimakomna í lúpínubreiðum. Þar nærast þrestir á ánamöðkum og spóinn hefur einhverra hluta vegna nýtt sér lúpínuakra sem búsvæði, þótt fjarri fari því að þeir geti talist votlendi. Þéttleiki músastofnsins er líka gífurlegur í lúpínubreiðum og þ.a.l. fjölgar branduglu, þar sem mikið er um lúpínu.


mbl.is Áhugafólk reytir lúpínu úr mosanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband