Orkan í Blönduvirkjun

Alţingi ályktar ađ fela ríkisstjórninni ađ koma á samstilltu átaki stjórnvalda og sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa á Norđurlandi vestra međ nýtingu raforku sem framleidd er í Blönduvirkjun. Markmiđiđ međ átakinu er ađ efla samkeppnishćfni svćđisins og undirbúa ţađ fyrir ţá uppbyggingu sem fylgir orkunýtingu Blönduvirkjunar og jafnframt vinna ađ markađssetningu svćđisins sem iđnađarkosts, svo sem fyrir gagnaver.

Ofangreind ályktun Alţingis er ekki nema rétt um eins og hálfs árs gömul. Halldór G. Ólafsson, framkvćmdastjóri á Skagaströnd, minnir á hana í ágćtri grein í Morgunblađi dagsins. Ţađ ţýđir ţví ekkert ađ agnúast út í forna yfirlýsingu ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen frá ţví 1982. Hún var einfaldlega endurnýjuđ af Alţingi 15. janúar 2014 og sú heldur gildi sínu ţangađ til annađ verđur ákveđiđ.

Stađreyndin er sú ađ fólki fćkkar á Norđurland vestra. Jafnvel ţó atvinnuleysistölur séu ţar lćgri en víđast annars stađar segir ţađ ekki alla söguna. Ţeir sem til ţekkja vita ađ atvinnumöguleikar í fámenninu á landsbyggđinni eru litlir. Ţeir sem missa vinnuna fara einfaldlega annađ, í flestum tilviku á höfuđborgarsvćđiđ. Ţegar annađ hjóna á í hlut er viđbúiđ ađ fjölskyldan flytjist öll í burtu.

Afleiđing verđur oftast sú ađ mikilvćgasta fólkiđ vantar í samfélögin, fólkiđ sem býr til börnin. Efnahagsleg ţýđing ţessa fólks sem er á aldrinum 20-45 ára er miklu meiri heldur en hjá öđrum aldurshópum. Ţetta er fólkiđ sem hefur allt annađ neyslumunstur en eldra fólk og yngra. Ţađ fjarfestir, verslar og ferđast á allt annan hátt en ađrir.

Ţjóđfélagiđ í heild verđur ađ huga ađ byggđamálum. Ţađ hefur einfaldlega ekki efni á ađ landshlutar fari í eyđi. Halldór G. Ólafsson segir í niđurlagi greinar sinnar:

Ţađ er gott ađ búa í Húnavatnssýslu enda ţar góđ samfélög og gott fólk. Svćđiđ má muna fífil sinn fegurri enda ţurft ađ greiđa dýru verđi stórfelldar breytingar á atvinnuháttum. Húnvetningar hafa allt of lengi sćtt sig viđ ađ stađbundin auđlind, ţ.e. orka Blönduvirkjunar, hefur ekki veriđ nýtt svćđinu til framdráttar. Alţingi hefur sent frá sér vel ígrundađa tillögu sem styđur réttmćta kröfu Húnvetninga og ţví er rétt ađ leggjast saman á árarnar og snúa vörn í sókn.


mbl.is Óvissa međ Blöndu-samţykktina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 15. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband