Fréttamiðlar klikka á grundvallaratriðum

Fjölmiðlar eiga að halda sig við þrennt:

  1. Sinna góðri frétta- og upplýsingaþjónustu
  2. Halda sig við staðreyndir
  3. Rita fréttir á góðri íslensku

Margir fréttamiðlar klikka á fyrsta grundvallaratriðinu, þeir eru hlutdrægir á ýmsan hátt. Síðasta dæmið er fjárkúgunin sem forsætisráðherra átti að sæta. Í nokkrum fréttamiðlum er þolandinn nú orðinn sá sem á undir högg að sækja og það án þess að efni máls bendi til þess. „Hann gæti haft óhreint mjöl í pokahorninu,“ segja þessir miðlar. Það virðist vera nóg til að framleiða alls kyns fréttir. Þetta er einfaldlega ekki boðlegt.

Vandi margra er að halda sig við staðreyndir.Nefna má blaðamanni sem ritaði um göngukonuna sem hann sagði í fyrirsögn að hefði slasast við Skógafoss. Þegar fréttin var lesin kom í ljós að hún hafði fótbrotnað tveimur kílómetrum ofan við fossinn. Þar eru fjöldi örnefna. Þetta er svipað og að halda því fram að umferðaróhapp á við Kringluna hafi orðið við Klambratún en á milli þessara staða eru tveir kílómetrar. Svona lagað telst ekki ónákvæmni heldur beinlínis rangt.

Fjölmargir frétta- og blaðamenn rita gott mál, aðrir síður. Allt fær samt að vella fram eins og hraunið í Holuhrauni, enginn virðist standa vaktina í prófarkalestri en allt gengur út á framleiðslu á texta sem í allof oft stenst illa skoðun upplýstra lesenda.


Bloggfærslur 3. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband