Leyfið Hreiðari Má að búa heima hjá sér á meðan

Komið er upp vandamál vegna afplánunar Hreiðars Más Sigurðsson, fyrirverandi bankastjóra Kaupþings. Hann afplánar dóm sinn á Kvíabryggju á Snæfellsnesi og þarf að ferðast daglega meðan á réttarhöldunum stendur 354 km. Fangelsismálastofnun hefur ekki efni á þessu og vill í ofanálag ekki leyfa manninum að leggja til bíl og bílstjóra til fararinnar, stofnuninni að kostnaðarlausu.

Þess í stað er hann látinn dúsa í litlum fangaklefa í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg, sem hreint út sagt hlýtur að vera illur kostur.

Skárri kostur er auðvitað sá að taka tilboði Hreiðars Más um bíl og bílstjóra eða leyfa manninum að búa heima hjá sér í nokkurs konar stofufangelsi þar til málflutningnum sem honum viðkemur er lokið. Í báðum tilvikum sparar ríkið mikið fé en Hreiðar er á öruggum stað og er ábyggilega ekki í flóttahugleiðingum né heldur er hætta á að að brjóti af sér frekar en komið er.

Hreiðar Már á eins og við hin réttindi í þessu þjóðfélagi þrátt fyrir það sem á hefur gengið. Miklu skynsamlegra er að leysa málin á þann hátt sem hagkvæmast er heldur en að berjast við að halda manninum föngnum við óeðlilegar aðstæður.

Ég tek það fram að ég þekki manninn ekkert.


mbl.is Neitað um flutninga í dómsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband