Leikmenn eru ekki lærisveinar þjálfarans

Hver skyldi hafa fundið upp á þeirri vitleysu að kalla leikmenn í boltaliði „lærisveina“ þjálfarans?

Sumir fjölmiðlamenn halda þessu statt og stöðugt fram sem ber ekki vitni um annað en þekkingarleysi og skort á málskilningi.

Lærisveinn er annað orð yfir þann sem er nemandi eða lærlingur, sá sem er í námi. Þjálfari meistaraflokksliðs í fótbolta eða öðrum boltaíþróttum er síst af öllu kennari, miklu frekar verkstjóri, hann er hluti af liðinu.

Með réttu er hægt að segja að nemendur í einhverri grein í til dæmis háskólanámi séu lærisveinar þess sem kennir. Nemandi sem fer úr Háskólanum og yfir á KR-völlinn til að æfa með meistaraflokki er ekki lærisveinn. Hins vegar má hugsanlega með ítrustu velvild kalla þá sem eru í yngri flokkum KR lærisveina þjálfara sinna vegna þess að þeir eru varla fullnuma í íþrótt sinni.

Engin ástæða er þó fyrir fjölmiðlamenn að kalla þjálfara annað en það sem þeir eru og leikmenn eru og verða alltaf leikmenn.

 


mbl.is Langþráður sigur hjá lærisveinum Ólafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband