Lögfræðingurinn sem skilur ekki aðlögunarviðræður við ESB

Það er kristaltært, að meirihluti þjóðarinnar vill fá að kjósa um framhald viðræðna til að fá fram, hverjir verða kostir og gallar þess ef aðild yrði samþykkt. Í framhaldinu fengi þjóðin að kjósa um það, hvort sækja eigi um aðild eða ekki. Það hlýtur að vera hægt að treysta almenningi til þess í stað þess að láta fámenna sérhagsmunahópa ráða því alfarið, eins og þeir hinir sömu vilja gera og hafa vit fyrir hinum hvað sé þjóðinni fyrir bestu.

Nær óskiljanlegt er hversu margir mætir menn skilji ekki í hverju aðlögunarviðræðurnar við Evrópusambandið eru fólgnar. Jónas Haraldsson lögfræðingur er einn þeirra og skrifar grein í Morgunblað dagsins um misskilning sinn. Hann heldur að viðræðurnar séu samningaviðræður en því fer nú fjarri.

Jónas Haraldsson og aðrir ESB sinnar ættu að lesa sér til riti ESB sem nefnist „Understanding Enlargement - The European Union’s enlargement policy“. Það hefur hann ekki gert en giskar bara á að um sé að ræða samninga þar sem íslenska viðræðunefndin geti heimtað eitthvað sem ESB sé í lófa lagið að útvega. Þetta er nú eitthvað annað.

Í ofangreindu riti segir eftirfarandi:

  1. First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidates odoption, implimentation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. 
  2. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable. 
  3. For candidates, it is essentially a matter of agreeing on how and when to adopt and implement EU rules and procedures.
  4. For the EU, it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidate’s implementation of the rules.

Skýrara getur þetta varla verið. „Accession negotiations“ heita viðræðurnar en ekki „negotiations“. Þetta er ekki hægt að þýða öðru vísi en sem aðlögunarviðræður. Eftirfarandi setur enn frekari stoðir undir þá skýringu og þetta eru hluti af skilyrðum stjórnenda ESB: 

Candidates consequently have an incentive to implement necessary reforms rapidly and effectively. Some of these reforms require considerable and sometimes difficult transformations of a country’s political and economic structures. It is therefore important that governments clearly and convincingly communicate the reasons for these reforms to the citizens of the country. 

Ofangreint þýðir einfaldlega það að umsóknarríkið á að aðlaga stjórnsýslu, lög og reglur sínar að því sem gildir hjá Evrópusambandinu.

Af ofangreindu leiðir að það er ekkert til sem heitir að finna út „...hverjir verða kostir og gallar þess ef aðild yrði samþykkt“ eins og Jónas Haraldsson orðar það.

Kostirnir og gallarnir við aðild að ESB liggja fyrir, samningurinn er klár. Hann gengur undir nafninu Lissabon-sáttmálinn. Undir hann er Íslandi ætlað að ganga. Engar undanþágur eru veittar frá honum nema til skamms tíma.

Undarlegt að lögfræðingurinn Jónas Haraldsson, fyrrum starfsmaður LÍÚ, skuli ekki vita þetta. Þá hefði hann getað sparað stóru orðin í Morgunblaðsgreininni.


Bloggfærslur 23. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband