Eru með eða á móti aðild Íslands að ESB?

Það er inn­an þess ramma sem gert er ráð fyr­ir. Þá ætti að vera næg­ur tími til að und­ir­búa þjóðar­at­kvæðagreiðsluna,“ seg­ir Ró­bert. Hann seg­ir að í til­lög­unni sé lagt til að þjóðin yrði spurð: „Vilt þú að Ísland taki upp þráðinn í viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið með það að mark­miði að gera aðild­ar­samn­ing sem bor­inn yrði und­ir þjóðina til samþykkt­ar eða synj­un­ar.“

Svo segir Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, í viðtali við mbl.is vegna fyrirhugaðrar tillögu stjórnarandstöðuflokkanna á þingi um þjóðaratkvæðagreiðslu.

Róbert talar um að taka upp þráðinn í viðræðum við Evrópusambandið. Svona spyr aðeins Samfylkingarmaður sem vill reyna að plata þjóðina. Í spurningunni felst einfaldlega skrök og tilbúningur.

Samkvæmt reglum ESB eru þetta ekki viðræður heldur aðlögunarviðræður.

Á ESB ensku er notað „Accession Negotiations“, ekki „Negotiations“. Hvernig skyldi nú standa á því?

Á árunum þegar rætt var um aðild Noregs, Austurríkis, Finnlands og Svíþjóðar var farið í viðræður við þessi lönd, þá hét það „negotiations“. Það er ekki lengur gert, ESB hefur breytt reglunum. Nú er krafan sú að umsóknarríki samþykki Lissabon-sáttmálann, stjórnarskrá ESB og fari í aðlögun, skref fyrir skref, samþykki sáttmálann í litlum bitum.

Í aðlögunarviðræðunum þarf íslenska ríkið að taka upp lög og reglur ESB í 35 köflum. Þegar lokið er aðlögun hvers kafla þýðir það einfaldlega að aðlögunin hefur tekist. ESB er sátt við framgöngu umsóknarríkisins.

Undantekningarnar geta verið frá Lissabon-sáttmálanum, en aðeins um takmarkaðan tíma. Ekki um aldur og æfi. Ekki frekar en Vestfirði geti fengið undanþágu frá stjórnarskrá Íslands.

Af ofangreindu leiðir að aðildarsamningur er eiginlega enginn. Þegar hverjum kafla er lokað er Ísland búið að samþykkja efni hans og setja í lög eða reglur, að minnsta kosti heita því að það verði gert.

Dettur einhverjum í hug að hægt sé að bera gerðan hlut á borð við þennan undir þjóðaratkvæði? Sjávarauðlind Íslands verður sett undir stjórn ESB að loknum kaflanum um sjávarútvegsmál. Samþykki Alþingi það sem lög og ESB sömuleiðis á þá að bera málið undir þjóðina? Það væri nú meiri heimskan.

Sú þjóðaratkvæðagreiðsla sem ætlunin er að bjóða upp á að loknum aðlögunarviðræðunum er sýndarmennska ekkert annað, í besta falli formlegheit.

Eftir aðlögunarviðræðurnar er allt komið í lög og undanþágurnar líka. 

Þjóðaratkvæðagreiðsla átti auðvitað að fara fram hér á landi áður en Alþingi samþykkti dæmalausu þingsályktunina um aðild að ESB þann 16. júlí 2009. Heiftin í garð Sjálfstæðisflokkinn var svo mikil að Samfylkingin og Vinstri grænir gátu ekki hugsað sér samþykki sjálfsagða tillögu. Þeir sömu og nú gala hæst um ólög og landráð en þögðu hins vegar þunnu hljóði þegar aðildarumsóknin var samþykkt. 

Ég sé hins vegar enga meinbugi á því að halda þjóðaratkvæðagreiðslum ESB. Spurningin á hins vegar að vera þessi:

Eru með eða á móti aðild Íslands að ESB? 

Kjósendur svari einfaldlega já eða nei. Ég hef hins vegar enga trú á því að þjóðin samþykki aðildina heldur hafni henni með miklum meirihluta.


mbl.is Vilja að þjóðin fái að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband