Trú fólks er einkamál, kemur öðrum ekkert við

Morgunblaðið notar frekar niðurlægjandi fyrirsögn á frétt. Hermir upp á presta að þeir „fari á límingum“. Merkingin á þessu orðtaki er að viðkomandi missi sjálfstjórn sína vegna greinar Jóns Gnarr sem blaðamaður telur eflaust réttari en viðhorf prestanna.

Staðreyndin er hins vegar sú að mönnum er frjálst að hafa skoðun á kristinni trú sem og öðrum trúarbrögðum. Eðlilega rísa fjölmargir upp til varnar sinni trú. Það þýðir ekki að allir séu að „fara á límingunum“ þó sumum reynist illt að halda sig við rök.

Hér er ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvers vegna einhver vilji gera lítið úr trú annars. Jú, oftast er það vegna þess að sá hinn sami vill upphefja sjálfan sig á kostnað þess trúaða eða hann vill halda því fram að trúin sé ósannað fyrirbrigði. Hvort tveggja er svona frekar heimskulegt. Tilraun til þess að gera útaf við þann sem trúir eða trú hans er svona svipað eins og að gera lítið úr þörf einstaklings fyrir hreyfingu, lestri, hugleiðslu eða álíka. Grundvallarreglan á að vera sú að láta trú fólks afskiptalausa. Eðli trúarbragða er yfirleitt sprottin af innri þörf. Sá hlýtur að vera ansi hreint vitlaus sem heldur að hann sé þess umkominn að geta fengið einhvern til að afneita trú sinni.

Í ljósi þessa er ótrúlegt að fyrrum borgarstjóri skuli sjá sér sóma í að agnúast út í trúarbrögð. Hins vegar gerir hann það á frekar hófstilltan máta og það mega þeir sem standa upp til varnar kristinni trú líka gera. Algjör óþarfi er að stilla fólki upp við vegg vegna skoðana sinna, hvort heldur það er með eða á móti ákveðinni trú. 

 


mbl.is Prestar fara á límingum yfir Jóni Gnarr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband