Međ skattsvikum á ađ kaupa lista yfir skattsvikara

Helv... skattsvikararnir. Ţá á ađ hengja ţá í hćsta gálga fyrir ađ svíkjast um ađ greiđa skatta til samfélagsins.

Alveg hárrétt. En hvernig eigum viđ ađ ná til ţeirra?

Jú, kaupum listann međ nöfnum ţessa svikara og ţá vitum viđ ţađ

Ríkissjóđur á sem sagt ađ kaupa lista yfir skattsvikara en kaupandinn vill fá peningana skattfrjálsa.

Sér enginn ţversögnina í ţessu máli? Virđulegt stjórnvald á ađ berjast gegn skattsvikum međ ţví ađ kaupa á skjal og kaupin má ekki gefa upp til skatts.

Verjum 150 milljónum króna í ađ kaupa af einhverjum huldumann lista af nöfnum sem jafnvel skattrannsóknarstjóri séđ hafa séđ en getur ekki ábyrgst ađ komi ađ neinum notum.

Og svona ćsir hver annan upp og nota til ţess öll ráđ til ađ berja á ríkisstjórninni. Ţingmenn sem illa eru upp aldir segja ţađ hreint út ađ fjármálaráđherra vilji ekki kaupa listann vegna ţess ađ hann sé ađ verja einhverja peningamenn sem séu á ţessum lista.

Ţetta heitir ađ dorga í gruggugu vatni í ţeirri von ađ húkka eitthvađ sem hćgt er ađ nota gegn ríkisstjórninni. Stjórnarandstađan vill kaupa vöru á svörtu til ađ berjast gegn skattsvikum. Er ţađ ekki svipađ og ađ beita ofbeldi til ađ berjast gegn ofbeldi? Er ţetta ekki svipađ og ađ njósna um samborgara sína ef vera kynni ađ ţeir vćru ađ ađhafast eitthvađ óleyfilegt?

Mörgum ţótti nóg um „umrćđuhefđina“ fyrir hrun og kröfđust breytinga á henni. Vildu ađ hún yrđi kurteisari og málefnalegri. Ţeir sem hćst höfđu um ţau mál hafa fćstir breytt sínum talsmáta enda jafnan svo ađ flestum er starsýnt á flísina í augum náungans er gera ekkert vegna bjálkans í sínu eigin. Og svo er ţađ einstaklega gaman ađ rífa kjaft og ausa ađra auri en auđvitađ er ţađ ekki hluti af gagnrýnisverđri „umrćđuhefđ“.

Ţetta er gamalt trix sem ađ Davíđ Oddsson notađi jafnan til ađ boxa embćttismenn. Ţeir hafa tekiđ ţađ upp eftir honum,“ segir Össur. Báđir hafi til ađ mynda hlaupiđ í vörn fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráđherra, í lekamálinu svonefnda og veriđ međ „mjög óviđeigandi yfirlýsingar“ gagnvart umbođsmanni Alţingis. Nú hafi ţađ sama gerst í umrćđu um kaup á gögnunum.

Hver lćtur hafa svona á eftir sér í visir.is nema Össur Skarphéđinsson, ţingmađur, mađurinn sem heldur ađ hann sé svo óskaplega skemmtilegur ađ eigin sögn og ritfćr. Hvađ hefur breyst hjá Össuri eftir hrun. Er hann orđinn miklu málefnalegri en áđur. Nei, svo virđist ekki vera. Hins vegar er ţađ stefnan hjá Samfylkingunni ađ ráđast ađ persónu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstćđisflokksins, og beint og óbeint halda ţví fram ađ hann gangi einhverra annarra erinda

Ég velti ţví fyrir mér hvort skattsvikaralistinn sem kaupa skal á svörtu sé skynsamleg kaup. Hér eru nokkur álitamál:

  1. Getur stjórnvald keypt gögn frá nafnlausum seljanda?
  2. Hvernig er kaupin bókfćrđ í ríkisbókhaldi eđa má samkvćmt lögum útbúa fylgiskjal ţar sem ađeins segir ađ greiddar hafa veriđ 150 milljónir króna til huldumanns? 
  3. Dugar ofangreint ađ mati ríkisendurskođunar?
  4. Reynast upplýsingar gagnslausar, hver ber ábyrgđina á kaupunum?
  5. Hvađ međ jafnrćđisregluna í gjaldeyrishöftum ţegar ríkisstofnun fćr leyfi til ađ kaupa vöru en einstaklingar og félög fá ekki ađ fjárfesta erlendis eđa greiđa?

mbl.is Tvöfalt siđgćđi skattyfirvalda
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 11. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband