Um traustan grunn vísindalegra stađreynda ...

Flestir kannast eflaust viđ ađ hafa vaniđ sig á eitthvađ sambćrilegt á lífsleiđinni. Íţróttamenn klćđast óţvegnum sokkum vikum saman ef ţeir halda ađ ţađ fćri ţeim heppni. Leikarar nefna ekki heiti leikritsins Machbeth, af ţví ţađ bođar óheppni og óska ekki hver öđrum góđs gengis heldur flytja bölbćnir um beinbrot í stađinn. Jóakim Ađalönd, ríkasta önd í heimi, átti happapening sem hann taldi uppsprettu og forsendu ríkidćmis síns. Háhýsi víđa um heim hafa enga ţrettándu hćđ, bara tólftu og fjórtándu. Fjöldi fólks fylgist međ stjörnuspám og leggur trú á talnaspeki. Og stór meirihluti jarđarbúa ađhyllist einhvers konar trúarbrögđ sem í mismiklum mćli gera ţá kröfu ađ menn afsali sér heilbrigđri skynsemi og rökhyggju en leggi í blindni trúnađ á ýmiss konar kraftaverkasögur.

Og svo eru ţađ ţeir sem vilja trúa ţví ađ ef framliđnir eigi viđ ţá erindi ţá geti ţeir komiđ skilabođum á framfćri í gegnum sérţjálfađa sjáendur.

Ein mesta vitleysa sem af og til kemur í fjölmiđlum er deilan um miđla og meint svik ţeirra. Ţórlindur Kjartansson ritar afar góđa og skemmtilega grein um efniđ í Fréttablađiđ 6. nóvember 2015, sem má nálgast hér. Í henni dregur hann dár af sjálfum sér og öđrum. Hann segist haldinn ţeirri áráttu ađ ţurfa ađ telja allar tröppu en líkar ekki ţegar fjöldinn endar á oddatölu, ţá ţarf hann ađ hoppa samtímis upp á efstu tröppuna.

Ţórlindur er bersýnilega frjálslyndur mađur. Ţrátt fyrir skođanir síđan deilir hann ekki hatrammlega á ţá sem eru á öndverđum meiđi. Og röksemdafćrslan í ţessu tilviki er svo viđkunnanleg og ţćgileg ađ lesandinn getur vert annađ en samsinnt henni:

Dagleg tilvera okkar er uppfull af alls kyns starfsemi, sem er ekki beinlínis „heiđarleg“ heldur hluti af eins konar samfélagslegum leik ţar sem hvert og eitt okkar tekur ákvörđun um ţátttöku. Er ţađ til dćmis heiđar­leg vinna ađ selja fólki lottómiđa, á ţeim forsendum ađ ţannig geti ţađ komiđ í veg fyrir ađ lottóspilarar annars stađar í heiminum fái vinning? Er ţađ heiđarlegt ađ byggja upp spennu í kringum íţróttaleiki og halda ţví fram ađ ţessi og hinn leikurinn sé „mikilvćgur“ ţegar viđ vitum öll ađ niđurstađan skiptir nákvćmlega engu máli um líf okkar eđa afkomu? Er ţađ heiđarlegt ţegar lćknar og prestar segja sjúklingum og bágstöddum ađ ţađ sé von, ţegar hún er í raun og veru engin?

Hinn trausti grunnur vísindalegra stađreynda er ekki sá eini er viđ byggjum líf okkar á. Viđ tileinkum okkur fullt af margvíslegum hindurvitnum og vitleysu. Frá unga aldri hef ég vanist á ađ lesa stjörnuspá Morgunblađsins en ég gleymi henni nokkrum sekúndum síđar. Ég get núna ómögulega munađ hver stjörnuspáin fyrir daginn í dag er, ţó eru ekki nema tvćr klukkustundir síđan ég las hana. Og mér er nákvćmlega saman. Svo komst ţađ upp fyrir nokkru ađ höfundur ţeirra birti á nokkurra mánađa fresti gömlu spárnar, sparađi sér semsagt vinnuna viđ ađ búa til nýjar, sjá hér. Ekki er vitađ til ađ ţađ hafi valdi nokkrum einasta manni skađa heldur bendir til ţess ađ fáir miđi líf sitt viđ stjörnuspár. Og svo er góđ vísa aldrei of oft kveđin.

Ţeggar ég var tíu ára fékk ég í jólagjöf bókina „Houdini, ćfisaga hans“ eftir Harold Kellock. Bókina gleypti ég í mig. Hluti bókarinnar fjallar um Houdini og miđla, raunar er ţađ kallađ „herhlaup“. Hann eyddi ótrúlegum fjárhćđum í ađ fá sönnun fyrir framhaldslífi og helst ađ geta náđ sambandi viđ móđur sína. Hveru mikiđ sem hann reyndi tókst ţađ aldrei. Miđlar voru ţó á hverju strái, flestir svikamiđlar. Mörg meint „teikn“ um framliđna voru högg, bönk, borđ sem lyftust frá gólfi og jafnvel vofur sem sveimuđu um á miđilsfundum. Á einum stađ segir:

Cumberland sagđi Houdini, ađ ţegar hann hafi veriđ búinn ađ strá smánöglum á vandlega á gólfiđ, flýđi vofa Dantes burtu til vítis og ćpti hásöfum, og var ţađ ekki líkt himneskum hljómum.

Mín vegna má ţađ vissulega vera stađreynd ađ miđlar séu svikarar og ađ eftir dauđann sé ekki neitt framhald. Aungvar sannanir hef ég fyrir ţessu eđa lífi eftir dauđann. Mér ţykir Ţórlindur hins vegar komast vel ađ orđi ţegar hann segir ţetta í lok greinar sinnar:

En ţađ mátti samt hafa gaman af ţeim [stjörnuspám Morgunblađsins]og ţađ er líklega algjörlega skađlaust ađ ganga inn í daginn međ ţá trú ađ einhver ókunnugur muni gera góđverk, eđa ađ dagurinn sé upplagđur til ţess ađ taka stórar ákvarđanir. Ţađ skađar heldur engan ađ telja tröppur og vonast eftir sléttri tölu og meira ađ segja ţađ ađ ganga í óhreinum og sveittum sokkum er ekkert tiltökumál, ţannig séđ.

Ađ sama skapi er ţađ ekkert endilega neitt tiltökumál ţótt einhverjir hafi lífsafkomu sína af ţví ađ segja fólki ađ afi vaki yfir ţeim á himnum og segi ađ ţetta muni allt fara vel. Stundum ţurfum viđ á ţví ađ halda, og veljum ađ trúa ţví, ţótt viđ vitum ađ ţađ sé ekki endilega byggt á traustum grunni vísindalegra stađreynda.

 


Bloggfćrslur 7. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband