Fagmannleg framsetning Jarðvísindastofnunar og ÍSOR

140904 Hraunið á flæðum

 

nasa mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

Afar mikill munur er á framsetningu tveggja ... tja, eigum við að segja vísindastofnana.

Jarðvísindastofnun Háskólans er margfalt fagmannlegri í vinnu sinni heldur en milljarða dollarastofnunin NASA sem kastar til höndunum og staðsetur eldsprunguna vitlaust.

jkort-skjalftar-dmp0901-isor

Varla þarf að hafa fleiri orð um þetta. Myndirnar tala sínu máli. 

ÍSOR gaf út drög að korti sem sýnir þróun jarðhræringa í Bárðarbungu, Dyngjujökli og þar fyrir norðan. Fyrir leikmenn er stórkostlegt að fá kortið og mynd Jarðvísindastofnunar. Þannig fæst afskaplega glögg mynd af þessum sögulegu atburðum. 


mbl.is Hraunið nálgast Jökulsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir sendu eldflaug til Mars en geta ekki staðsett gossprungu á Íslandi

nasa mynd

Snillingarnir hjá NASA eru greinilga ekki óskeikulir frekar en við hin. Þó rekur maður upp stór augu þegar ónákvæmnin í fréttaflutningi þeirra er eins mikil og í frétt mbl.is. Við fréttina má gera athugasemdir.

Það er rangt hjá mbl.is að myndin, sem ég leyfi mér að birta hér til hægri án leyfis mbl.is eða NASA, sé tekin með hitamyndavél. Þetta er samsett mynd og ónákvæm, raunar illa gerð.

Þeir sem fylgst hafa með fréttum sjá glögglega að eldsprungan er rangt staðsett. Hún er um einum km norðvestar en hún á að vera. Eldsprungan á að vera í gömlu gígunum frá því 1797 en svo er ekki. Þeir sjást hins vegar greinilega á samsettri myndinni.

Þar af leiðandi er hraunstraumurinn ekki á réttum stað og það leiðir hugann að því hvort myndin sem notuð er í grunninn sé í sama hlutfalli og myndin af hrauninu.

Að vísu eru þetta engin geimvísindi en hvernig í ósköpunum geta þessi snillingar komið geimflaug til Mars ef þeir geta ekki staðsett gjósandi eldsprungu í Holuhrauni?

 

 


mbl.is Eldgosið séð frá geimnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband