Hvað veldur hækkun húsnæðis hér á landi?

Fasteignabólur virðast hafa sprottið upp í mörgum borgum vestur Evrópu. Þannig er það í Kaupmannahöfn, Ósló, Amsterdam og víðar. Í Reykjavík er mikill gröftur í fasteignabólunni.

Okkur leikmönnum finnst það undarlegt hversu húsnæðisverð hækkar án þess að eftirspurnin sé í samræmi við það. Gæti verið að önnur öfl spili á markaðinn og við það hækki fasteignaverðið úr öllu hófi.

Bygging fasteigna, íbúða og skrifstofuhúsnæðis, er tiltölulega einföld en þróuð atvinnugrein. Fyrir örfáum árum var mikið rætt um að á höfuðborgarsvæðinu væru þúsundir íbúða umfram þörf. Hvað gerðist? Ekki hefur þörfin aukist eða salan tekið svo mikinn kipp að það skýri bóluna hér á landi. 

Ég man ekki eftir að neinn hafi skoðað ástæðurnar fyrir hækkandi fasteignaverði hér á landi. 


mbl.is Írar óttast aðra fasteignabólu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband