Gæsavatnaleið er ekki merkilegt mannvirki ...

Vegurinn sem kenndur er við Gæsavötn er ekki merkilegur. Hann hefur aldrei verið unninn að neinu leiti og þar af leiðandi er enginn skaði þó hraunið hafi farið yfir hann. Gæsavatnaleið hefur ekki lokast. Það sem næst gerist er að fólk mun einfaldlega krækja fyrir hrauntotuna og fyrr en varir myndast önnur slóð.

Manni hefur svo sem sýnst á myndum frá gosstöðvunum og við hraunið að þeir sem þar hafa fengið að leika lausum hala hafi ekið utan vega. Þannig hefur það verið á flæðum Jökulsár frá því að menn fóru að aka þær. Ekki man ég eftir því að hafa séð önnur för en veginn sjálfan. Jökulsáin og vindurinn sjá um að fela öll vegsummerki. Hér en þó ekki verið að mæla utanvegaakstri bót. 


mbl.is Hraunið er komið yfir veginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband