Núna get ég ekki haldið kjafti ...

Ég segi nei, nú er búið að dæma svokölluð Árna Páls-lög ólögleg, ætti hann þá ekki að vera búinn að segja af sér þingmennsku? Það dettur honum ekki í hug, frekar en að þessir „frábæru“ rannsóknarblaðamenn DV myndu benda á það. Ráðherra sem sat í sömu ríkisstjórn og hann sat í var dæmdur fyrir ólöglegar aðgerðir þegar hún stoppaði af fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir í neðri hluta Þjórsár. Ekki var krafist afsagnar Svandísar Svavarsdóttur. Hún var ráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur sem einnig hefur verið dæmd, þar var á ferðinni ólögleg mannaráðning. Þetta gerðist svo allt á vaktinni hjá Steingrími J. Sigfússyni, sem í þrígang reyndi að troða Icesave ofan í kokið á okkur, skellti svo milljarða tapi Sparisjóðs Keflavíkur á okkur skattgreiðendur og skrifaði svo heila bók til að reyna að réttlæta voðaverkin. Ekki dettur honum í hug að segja af sér þrátt fyrir eigin loforð um það þegar hann sagðist mundu standa eða falla með Icesave-málinu.

Hvað þýðir það annars að standa eða falla með einhverju? Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur engan dóm fengið á sig í þessu máli, ekki heldur verið ákærð svo núna get ég ekki haldið kjafti og látið sem ég heyri ekki í þessum sjálfskipuðu dómurum sem sjá bara flísina í augum annarra en ekki bjálkann í eigin auga.

Þeir þurfa ekki að vera borðalagðir stjórnmálafræðingar, lögfræðingar eða hagfræðingar sem tjá sig í fjölmiðlum. Hann heitir Ólafur Karl Bergmann, húsasmíðameistari, sem ritar svo snöfurmannlega í Velvakanda Morgunblað dagsins. Í fyrirsögn segir hann „Ég get ekki þagað lengur“.

Ég staldra bara við Iceave ogólöglega mannaráðningu fyrrverandi forsætisráðherra. Hið fyrra hefði raunar átt að vera nóg til að sú ríkisstjórn segði af sér - þrisvar, ef það hefði verið hægt. 


Bloggfærslur 19. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband