Hegðunarvandamál nöldrara á netinu

Þegar netvæðingin hófst uppgötvaði fólk,sem áður hafði stundað umfangsmikið nöldur í stofunni heima hjá sér, að nú hefði það ómótstæðilegt tækifæri til að koma nöldursömum skoðunum sínum á öllum mögulegum hlutum á framfæri við fjölmarga aðra. Á þeim tíma var okkur sagt að þeir sem harðast gengju fram í rausi og svívirðingum kynnu ekki á netið. Þarna væri hegðunarvandamál sem myndi sannarlega rjátlast af fólki með tímanum. Það ætti bara eftir að læra á netið. Þetta hefur ekki reynst rétt. Sumir eru einfaldlega dónar og verða alltaf dónar. Við því er ekkert að gera. Verra er hversu margir taka mark á dónunum.

Þetta er vel mælt hjá Kolbrúnu Bergþórsdóttur í pistli í Morgunblaði dagsins. Ekki þörf á að bæta stafkrók við. Hins vegar eru margir þeirra sem skrifa pistla, blogg, nota Fésbókina eða rita í athugasemdadálka á bloggum afar málefnalegir og upplýsandi. Þess vegna er netið svo frábært og fræðandi. Því ber að fagna en leiða hjá sér þá sem Kolbrún nefnir.


Bloggfærslur 18. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband