Jarðskjálftaspár ljósi þeirra afla sem að baki liggja

Hér var einblínt á tölfræði um endurkomu skjálfta án þess að skilja þau ytri og innri öfl sem lágu að baki reglunni og hugsanlegan náttúrulegan breytileika þeirra.  

Þetta segir Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur, í grein í Morgunblaði helgarinnar og er þetta önnur greinin í greinaflokki um jarðskjálfta.

Ragnar fjallar hvernig hægt er að spá fyrir um jarðskjálfta. Í ofangreindri tilvitnun nefnir hann það sem öllum ætti að vera ljóst, að ekki er nóg að giska. Aðalatriðið er að dæmið sé rétt reiknað. Útkoman er ekki alltaf það mikilvægast heldur aðferðarfræðin. Ragnar segir að skilja þurfi þau öfl sem valda skjálftum.

Kínverskir fræðimenn spáðu rétt til um jarðskjálfta árið 1970 og vakti það heimsathygli. Fimm árum síðar varð mikill jarðskjálfti. Þeir vissu svo sem að hann væri á leiðinni en trúðu ekki á niðurstöður rannsókna sinna.

Svipað gerðist í Parkfield í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Um það segir Ragnar:

Reynslan frá Parkfield sýnir hve varasamt það er að byggja spádóma um það hvenær skjálftar
verða á tölfræði um endurtekningu atburða, þó ekki væri nema vegna þess hve stutt okkar
jarðskjálftasaga er og hversu illa hún nær yfir breytileika ástands í náttúrunni. Að taka eftir slíkum
reglum í sögunni er gott fyrsta skref í hættumati, en um leið eru þær ábending um að kafa dýpra til
að skilja hvaða kraftar liggja að baki þeim.
Því miður urðu „mistökin í Parkfield“ til að styrkja þær raddir sem sögðu að aldrei yrði hægt að spá fyrir um jarðskjálfta. 

Orð Ragnars minna á það sem Haraldur Sigurðsson, jarðskjálftafræðingur, segir um að reikna megi eldgos út í fjölda ára frá síðasta gosi. Hann dregur stórlega í efa að hægt sé að nota almanaksár eitt eða fleiri til að spá fyrir um eldgos, málið sé mun flóknara en vo.

Í lok greinarinnar segir Ragnar: 

Þegar lögð voru drög að alþjóðlegum jarðskjálftaspárannsóknum á Íslandi á níunda áratug síðustu
aldar eimdi vissulega enn eftir af bjartsýninni í kjölfar hinnar vel heppnuðu spár Kínverja 1975, en
raddir svartsýninnar voru farnar að styrkjast verulega. Við tókum vissulega mið af gagnrýninni en á
þann hátt að kafa dýpra, að skoða eðli þeirra breytinga í jarðskorpunni, sem leiða til stórra jarðskjálfta. 
 
 

Bloggfærslur 13. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband