Gengdarlaus áróður gegn því að fólk fái að sjá gosið

Hættulegustu staðir á Íslandi eru meðal annars þessir:
  • Bjargbrúnin, fallið drepur ekki heldur lendingin
  • Esjan og önnur fjöll, hætta er á að misstíga sig og velta niður hlíðar
  • Árbakkar, hættulegt að falla út í kalt straumvatn eða stöðuvatn
  • Storknað þúsund ára apalhraun, hætta á að misstíga sig, detta og reka höfuðið í
  • Gangbrautir yfir Miklubraut eða aðrar götur þéttbýlis
  • Vegaxlir þjóðvega eru hvorki gerðar fyrir gangandi eða hjólandi fólk
  • Stigi í heimahúsi, hætta á að fólk detti niður
  • Sæti á svölum Þjóðleikhúsinu, þær gætu hæglega brotnað
  • Sjúkrahús, þar deyr fjöldi manns á hverju ári
  • Rúmið í svefnherbergi fólks, hættulegasti staður í öllum heiminum, þar deyja flestir
Honum ætlar aldrei að linna, áróðrinum gegn því að fólk fari að gosstöðvunum fyrir norðan Dyngjujökul. Allt er tínt til. Hættulegt er í kringum gígana sem dæla upp hrauni en þangað leggur ekki nokkur maður leið sína vegna þess að glóandi hraun umlykur þá og auk þess er hitinn gríðarlegur.
 
Enginn minnist á að hættan vegna gasmengunar er hlutfallslega minni eftir því sem fjær dregur gosstöðvunum. Skyldi einhverjum vera hætta búin sem horfir á gosstöðvarnar úr tveggja km fjarlæg með strekkingsvindinn í bakið? Er fólkinu á Vaðöldu einhver hætta búin þó þangað standi vindurinn af gosstöðvunum?
 
Víða hefur gosið á Íslandi undanfarna áratugi. Þúsundir manna fóru að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi og enginn kenndi sér nokkurs meins þar. Þúsundir hafa líka farið að glóandi hraunum í Heklugosum.
 
Vissulega hafa tvisvar orðið banaslys í nánum tengslum við eldgos, eitt í Heimaeyjargosinu og annað í Heklueldunum 1947.
 
Áróður lögreglu og almannavarna breytir því ekki að fjöldi fólks vill fara að gosstöðvunum við Dyngjujökul. Hægur vandi er að verða við þessum óskum almennings og skipuleggja skoðunarferðir eins og ég hef áður rakið í pistli hér á þessum vettvangi.
 
Staðan er hins vegar þannig að yfirvöld treysta ekki fólki, jafnvel þeim sem hafa umtalsverða reynslu af fjallaferðum og ráða yfir mun meiri þekkingu en lögregla og almannavarnir samanlagt. 

mbl.is Hættulegasti staður á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasta lag fyrir ...

Sá þessa limru í vísnaþætti í Morgunblaði dagsins. Hún er eftir hinn virðulega prest Hjálmar Jónsson, sem er þekktur hagyrðingur og spaugari:

Útvarpið ermar upp brettir
og ábyrgð af herðum sér léttir.
Um hádegisbil
hljómar þar spil:
Síðasta lag fyrir auglýsingar. 

Staðreyndin með Ríkisútvarpið er auðvitað sú að þar virðist ekki eiga að halda í hefðir.


Bloggfærslur 11. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband