Gosiđ er hćtt, ađeins gufumekkir rísa frá sprungunni

Gosmynd Ómars

Eitthvađ verđur undan ađ láta ţegar straumur kviku ţrýstist upp í gegnum jarđskorpuna. Ţá brestur eitthvađ um brestur um síđir.

Rétt eftir miđnćtti varđ eldgos en ţađ virđist vera hćtt. Stóđ ađeins yfir í um fjórar klukkustundir eftir ţví sem starfsmenn Veđurstofunnar fullyrđa.

Af frábćrum myndum Ómars Ragnarssonar og félaga hans má sjá ađ úr gosstöđvunum rýkur en ţađ er ađeins gufa, engin aska. Ómar flaug óhikađ í gegnum gufuna og hvorki honum né flugvélinni varđ meint af.

Ég leyfđi mér ađ taka eina mynd frá Ómari, en hún birtist á ruv.is í morgun ásamt hreyfimyndum.

Ţarna sést gufumökkurinn og hvergi glittir í eld. Ţetta má raunar einnig sjá á vefmyndavélum Mílu.

Merkilegast ţykir mér ađ ţetta litla gos hefur komiđ upp í gömlu gossprungunni í Holuhrauni en hún er eftir ţví sem sagt er frá ţví 1797, meira en tvö hundruđ ára gömul. Raunar sýnist mér ađ hraungangurinn undir stefni eftir gamalli sprungu sem liggur í gegnum vestanverđ Dyngjufjöll. Jarđfrćđingar draga ţó í efa ađ gangurinn nái til fjalla. 

 


mbl.is Sprungan er 900 metra löng
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Eru kamarmál Ferđafélagsins ţví til vorkunnar?

880728-17

Nokkuđ ankannalegt er ađ lesa um kvartanir framkvćmdastjóra Ferđafélags Íslands vegna kamarmála í Hrafntinnuskeri og víđar sem lesa má um í Morgunblađi dagsins. Ţađ er nú ekki beinlínis gefnar ferđirnar hjá félaginu né heldur gistingin.

Sé fariđ milli Landmannalauga og Ţórsmerkur međ Ferđafélaginu kostar ţađ 69.000 krónur fyrir félagsmann og 74.000 fyrir hina. Ţetta ţýđir frá 13.800 krónur á dag. Vćntanlega er reiknađ međ ţví ađ göngumenn gangi örna sinna í skálum sem félagiđ býđur upp á og ţar séu ţau ţćgindi til hćgđarauka ađ salernispappír sé tiltćkur í hverjum kamri.

Gisting í skálum félagsins á Laugaveginum kostar 4.000 krónur fyrir félagsmenn en 6.500 krónur fyrir hina. Ţetta er dálítiđ vel í látiđ, en sleppum ţví. Vćntanlega er reiknađ međ ţví ađ ţeir sem gisti megi létta af sér í kömrum félagsins.

880728-16

Engin ástćđa er til ţess ađ vorkenna Ferđafélagi Íslands. Ţađ býđur upp á gönguferđir, gistingu í skálum og innifaldar eru kamarferđir. Félagiđ fćr borgađ fyrir ţjónustuna og án efa er hagnađur af rekstrinum.

Ferđir Ferđafélagsins hćkka á hverju ári. Ástćđan er ábyggilega verđlagsţróun frekar en ađ félagiđ vilji beinlínis hagnast meira og meira af starfsemi sinni.

Hvernig rotţćr viđ skála á Laugaveginum eru tćmdar og hversu margir lítrar koma upp er algjört aukaatriđi vegna ţeirra einföldu stađreyndar ađ Ferđafélag Íslands fćr fé frá notendum ţjónustunnar til ađ sinna ţessu verkefni.

Fjölgi farţegum og gestum í skálunum á Laugaveginum er grćđir félagiđ. Ekki hafa birst auglýsingar ţar sem félagiđ hvetur landsmenn til ađ ferđast ekki á ţessum slóđum.

Hér eru tvćr myndir sem tengjast beinlínis umfjöllunarefninu. Ţćr eru teknar í júlí 1988 og á ţeim tíma hafđi Ferđafélagiđ yfir ađ ráđa sjálfbođaliđum sem afgreiddu kamarmálin enda var ekki örtröđ í ţá tíđ á Laugaveginum. Tveir menn komu, veltu viđ kamrinum og stóđ ţá gúmmelađiđ í hrauk. Síđan var ţađ urđađ og kamarinn settur á annan stađ. Eđa var gúmmelađiđ flutt til byggđa? Nú stendur Höskuldsskáli ţarna og gamli skálinn var fluttur í Botna, sunnan Emstra. Á ţetta er bent til ađ lesendur skilji hversu gríđarleg breyting hefur orđiđ í ferđamálum á hálendinu á einum aldarfjórđungi.


mbl.is Ferđamenn fylla rotţrćrnar hratt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 29. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband