Hvað í ósköpunum er að innan Samgöngustofu?

Sam­göngu­stofa gaf þau svör að eng­ar tak­mark­an­ir séu gefn­ar út fyr­ir flug­um­ferð nema fyr­ir­séð sé að gos sé að hefjast, eða ef gos er þegar hafið.

Þegar virtur vísindamaður eins og Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, sendir stjórnvöldum kurteislegt bréf með ákveðnum ábendingum er þeim ekki svarað eins og að ofan greinir í endursögn blaðamanns Morgunblaðsins.

Nær væri lagi að Samgöngustofa kallaði Pál Einarsson á fund og færi nákvæmlega í saumana á aðfinnslum hans og tæki síðan ákvörðun um næstu skref. Þau geta hins vegar aldrei verið á þann veg sem stofnunin hefur þó gefið út. Þvílíkt kæruleysi að halda hafa þá stefnu að ekkert verði gert fyrr en gosmökkurinn er kominn í loftið.

Svarið er slík ávirðing á Samgöngustofu að með réttu ætti innanríkisráðherra að kalla stjórnendur stofnunarinnar á teppið og lesa þeim pistilinn. Síðan á ráðherrann að fyrirskipa þeim að gera það sem hér að ofan greinir. 

Munum að Páll Einarsson, Jarðeðlisfræðistofnun, Veðurstofan og fleiri vinna framar öllu að því að vernda fólk gegn náttúruvá. Sé stefna Samgöngustofu einhver önnur en að gæta hagsmuna almennings þá er eitthvað að þarna innandyra. 


mbl.is Varasamt að fljúga yfir Heklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband