Óvanir útlendingar sem villast í hrikalegar ađstćđur

Vatnajokull

Göngu- og skíđaferđir um hálendi og jökla landsins geta veriđ ákaflega skemmtilegar og ánćgjulegar og skilja eftir sig góđar minningar. Stundum er gott veđur en erfitt er ađ treysta á slíkt.

Leiđangur fatlađs íţróttamanns frá Bretlandi varđ tilefni til dálítilla vangaveltna sem ég fćri hingađ í ţeirri von ađ fleiri leggi gott til mála. Tilgangurinn eru ţó engan veginn bein gagnrýni eđa lítilsvirđing viđ ferđamanninn sem um er rćtt í fréttinni, til hans og félaga veit ég of lítiđ.

Af reynslu minni og góđra félaga minna í fjallamennsku hér á landi ţurfa ađ minnsta kosti nokkur atriđi ađ vera í góđu lagi. Ţessi eru ţau helstu:

  1. Göngufólk ţarf ađ vera í góđu líkamlegu og andlegu formi
  2. Ađ baki ţarf ađ vera mikil reynsla
  3. Útbúnađur verđur ađ vera góđur og leiđangursfólk kunni ađ nota hann
  4. Nesti ţarf ađ vera rétt og gert sé ráđ fyrir aukadögum í tafir
  5. Talstöđvar- eđa símasamband ţarf ađ vera viđ umheiminn
Oraefajokull
Eflaust má bćta viđ ţennan lista og útfćra hann nánar. Ljóst má hins vegar vera ađ skemmtileg ferđ á jökli getur snögglega breyst, ađstćđur geta hreinlega orđiđ lífshćttulegar. Ţá skiptir andlegt og líkamlegt form leiđangursmanna miklu, fólk geti tekist á viđ ţá erfiđleika sem ađ steđja án ţess ađ láta hugfallast eđa gefast upp af ţreytu. 
 
Sagt er ađ ţeim fjölgi sem leggja leiđ sína á Everest, hćsta fjall í heimi. Margir af ţeim sem reyna sig viđ fjalliđ er ríkisbubbar sem hafa afar fátćklegan bakgrunn í fjallamennsku en ćtlar ađ komast upp af ţví ađ ţađ hefur efni á ţví. Auđvitađ er gaman ađ geta gortađ af afrekum sínum og ferđum, ţađ er mannlegt og jafnvel skemmtilegt. Nálgun fjallamanna er hins vegar allt önnur og byggist á skipulagi og framkvćmd ferđar, mörgum einstökum sigrum á leiđ upp fjall. Hvert skref er í sjálfu sér sigur og síđan er ţađ leiđin til baka sem flestir gleyma.
 
Langt er síđan ađ hingađ til lands fóru ađ tínast útlendir leiđangrar af ýmsu tagi sem reynt hafa sig viđ Vatnajökul og taliđ sig vera ađ setja met af ýmsu tagi. Sumir hafa haldiđ ţví fram ađ ţeir hafi fyrstir fariđ yfir hann frá vestri til austurs eđa öfugt, sem er auđvitađ tóm vitleysa. Ađrir hafa sett margvísleg önnur „met“, mörg hver hafa ţó veriđ í heimsku og óheiđarleika.
 
Minnistćđur er mér einn leiđangur sem mikiđ var frá sagt og ţótti í heimalandi sínu stórmerkilegur hafandi sett einhvers konar „met“ á ferđ yfir Vatnajökul og gert kvikmynd um afrekiđ. Skemmst er frá ţví ađ segja ađ á sama tíma vorum viđ nokkrir félagar á leiđ yfir jökulinn og komum degi síđar en hann í Grímsvötn ţar sem áttu ađ bíđa okkar matarbirgđir, vel merktar. Og hvađ gerđist, jú leiđangursliđar stálu matnum okkar og átu međ góđri lyst. Ţökkuđu ekki einu sinni fyrir sig frekar en ađrir ţjófar. Ţetta er nú ekki í fyrsta sinn sem menn stela mat í fjallaskálum og ţarf ekki einu sinni útlendinga til.
 
Vandinn viđ ferđamennsku hér er ađ landiđ er auglýst sem  sólar- og blíđuland ţar sem allt er skínandi fagurt og frítt. Ég hef hitt fólk á hálendisvegum á fólksbílum og ţađ ćtlar sér yfir ár og fljót eins og ekkert sé. Á gönguferđum hef ég hitt fólk međ plastpoka í hendi sem spurt hefur hvar hóteliđ í Landmannalaugum sé. Á Fimmvörđuhálsi hef ég ítrekađ hitt vanbúiđ fólk sem er gjörsamlega búiđ ađ keyra sig út, heldur ađ uppi á Hálsinum sé veiting- og gistihús. Jafnvel á Esjunni hef ég hitt fólk á strigaskóm og margir međ slíkan skófatnađ hafa meitt sig í stórgrýti. Ţađ verst er ađ Íslendingar eru í ţessu rugli líka.
 
Í vetrarferđ var ég einu sinni samferđa finnskum fjallamanni sem hafđi aldrei kynnst öđru eins veđurfari og hér á landi. Sama daginn hafđi veriđ sól og blíđa, síđan rigndi, eftir ţađ snjóađi, ţá kom hríđarbylur og aftur rigndi og svo kom slydda. Međ allan sinn fína finnska búnađ var hann ađ drepast úr kulda. Ţetta var ađ vísu fyrir „flísbyltinguna“ og viđ samlandar vorum í stingandi föđurlandi sem hélt vel á okkur hita.
 
Stađreyndin er bara ţessi: Ferđamađurinn ţarf ađ vera vanur, hann verđur ađ kunna á ólíkar ađstćđur og hann ţarf ađ vera vel undirbúinn. Á ţessu er mikill misbrestur jafnt međal Íslandinga og útlendinga.
 
Nú er spáđ mikilli fjölgun útlendra ferđamanna og margir hverjir eru á eigin vegum. Af reynslu minni gerist ég svartsýnn og óttast mikla fjölgun slysa í fjallaferđum á Íslandi. Spái ţví ađ innan nokkurra ára muni hjálparsveitir ekki anna útköllum miđađ viđ óbreytt skipulag og mannafla.
 
Hvađ er ţá til ráđa? Lćt ţćr vangaveltur bíđa ađ sinni. 

 

 


mbl.is „Hr. Vatnajökull, viđ klárum ţetta“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 21. apríl 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband