Dagblöð eru skítleg ...

Mikið óskaplega eru dagblöð ógeðfelld. Til að fyrirbyggja misskilning á ég auðvitað við dagblöð sem prentuð eru á pappír.

Í morgun las ég Fréttablaðið. Á eftir þurfti ég að þvo mér um hendurnar, slík var prentsvertan sem berst á lesandann. Hvernig getur nokkur maður tekið lesið prentað dagblað? „Skítablað“, varð mér að orði og var alls ekki að hugsa um stórskrýtinn leiðara ritstjórans heldur „snertieintakið“.

Ég les Morgunblaðið daglega, er sem heitir netáskrifandi. Ég get lesið það í html formati eða pdf. Um daginn var prentað Morgunblað borið út í póstkassann minn, líklega í kynningarskyni Mér var starsýnt á eintakið enda ekki séð slíkt í marga mánuði. Gulleitur pappír og svarti liturinn gráleitur og myndirnar fjarri því að vera líkt þeim Mogga sem ég hafði lesið um morguninn í tölvunni minni. Sama á auðvitað við um Fréttablaðið og DV. Þetta eru skítleg blöð ...

Kostirnir við að lesa dagblöð og bækur í tölvu eru miklir. Leiðindi við prentaðan texta á pappír eru mikil.

 


Bloggfærslur 1. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband