Hríđskota- og vélbyssulaus sveitarfélög

Umrćđan um byssur, hríđskotabyssur og vélbyssur er dálítiđ undarlegt. Margir skjóta án afláts en spyrja aldrei. Sannleikurinn er ţeirra hverjar svo sem stađreyndirnar eru. Margir eru hríđskjótandi ađ stjórnvöldum en svörin eru aukaatriđi. Ađrir eru sannkallađir vélbyssukjaftar og vanda engum kveđjurnar hvar svo sem sannleikurinn liggur.

Ţeir eru ekki margir sem kunna ađ stilla sig og rćđa málin af ró og yfirvegun. Jafnvel bćjarstjórinn í Hafnarfirđi vill ekki sjá vélbyssu í bćnum, hvađ ţá lögreglumann međ vélbyssu.

Ţađ minnir mann á ályktanir sem tíđkuđust mjög fyrir nokkrum árum er hvert sveitarfélagiđ á fćtur öđru vildi ekki sjá kjarnorkusprengju á sínu landi. Hafnarfjörđur lýsti sig kjarnorkuvopnalaust svćđi og sama var međ önnur sveitarfélög á höfuđborgarsvćđinu. Ţannig var ţađ líka međ öll önnur sveitarfélög landsins enda eđli máls vegna ótćkt ef nágrannasveitarfélagiđ leyfđi kjarnorkuvopn á sínu landi. Svipađ eins og ef Skagabyggđ vćri kjarnorkuvopnalaust en Skagaströnd leyfđi slíkt tól á sínu landi (fyrir ţá sem ekki vita umlykur fyrrnefnda sveitarfélagiđ ţađ síđarnefnda, ţađ er ađ segja landfrćđilega ...). 

Nú er ţađ bara spurningin hvort friđarsamtök efni ekki til annars átaks og bođi hríđskotabyssulaus sveitarfélög og jafnvel vélbyssulaus sveitarfélög. Hér er auđvitađ átt viđ lögregluna sem og almenning rétt eins og ţegar sveitarfélögin lýstu sig kjarnorkuvopnalaus ţá var ábyggilega átt viđ ađ hvorki einstaklingar né löggan mćtti eiga slík vopn, hvađ ţá brúka ţau. 

Ţegar ég var í sumarlöggunni í gamla daga var skammbyssa í hanskahólfinu á sumum vegalögreglubílum. Ekki veit ég til ţess ađ neinn hafi meiđst ţess vegna nema stöku svartbakar. Hins vegar veit ég ekki til ţess ađ kjarnorkusprengja hafi veriđ í neinum bíl.

Sé ćtlunin ađ sveitarfélög álykti gegn hríđskota- og vélbyssum hjá löggu og landhelgisgćslu ţyrfti ađ jafnframt ađ álykta gegn vopnahaldi misyndismanna. Ţá er hugsanlegt ađ jafnvćgi komist á.

En hugsiđ ykkur, hvernig vćri nú stađan ef löggan vćri betur vopnum búin en vonda liđiđ ...?


Bloggfćrslur 27. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband