Kjósa tóma vitleysu, segir Samfylkingarmađurinn um kjósendur

Ţetta eru ábyggilega ein merkilegustu ummćli ársins og jafnvel aldarinnar. Hlustađi á Sprengisand á útvarpsstöđinni Bylgjan sunnudagsmorguninn 26. október. Ţar var međal annarra Stefán Jóhann Hafstein, fyrrverandi dagskrárgerđarmađur á Ríkisútvarpinu og stjórnmálamađur fyrir Samfylkinguna og fyrrverandi borgarfulltrúi.

Veriđ var ađ tala um spillingu í ţjóđfélaginu. Stefán Jóhann fór mikinn og dró ekkert úr skođunum sínum og hélt ţví fram ađ spillingin vćri alls ráđandi en nefndi ţví miđur ekki eitt einasta dćmi frekar en ţeir sem halda hinu sama fram í athugasemdakerfum dagblađa og vefsíđna.

Ţá kom ađ ummćlum ársins er Stefán Jóhann dró kjósendur inn í spillingarumrćđuna og sagđi:

Jafnvel kjósendur eru farnir ađ samsama sig ţessu [spillingunni]. Eiga ekki von á neinu öđru og eru jafnvel ađ taka ţátt í ađ leika eftir leikreglum spillingarinnar, til dćmis ađ kjósa tóma vitleysu.

Enginn af viđmćlendum í ţćttinum hváđi viđ. Stjórnandinn Sigurjón M. Egilsson, ritstjóri Fréttablađsins, lét eins og ţađ vćru bara viđurkennd sannindi ađ fólk kysi tóma vitleysu. Raunar er ţađ svo ađ hann rökrćđir aldrei viđ viđmćlendur sína, hversu heimskuleg orđ eđa tvírćđ ţeir láta út út sér.

Auđvitađ vilja sumir halda ţví fram ađ kjósendur kunni ekki fótum sínum forráđ, sérstaklega tapararnir.

Langflestir kusu til dćmis ekki Samfylkinguna í síđustu Alţingiskosningum. Var ţađ vitleysa? Nćrri ţví meirihluti fólks kaus Jón Gnarr og liđ hans til valda í sveitastjórnarkosningunum fyrir rúmum fjórum árum. Var ţađ vitleysa? Var ţađ vitleysa ađ kjósa Sjálfstćđisflokkinn, Vinstri grćna, Framsókn og ađra? Sum frambođ ná ekki ađ koma manni ađ. Eru ţessi frambođ tóm vitleysa?

Fyrir hönd kjósenda er mér misbođiđ. Ég hef aldrei kosiđ „tóma vitleysu“ og ég ţekki ekki nokkurn mann sem hefur gert slíkt. Ađ vísu má halda ţví fram ađ fjölmargir kjósendur hafi síđar meir séđ eftir vali sínu en ţađ er allt annar handleggur.

 


Hvađ er veriđ ađ spara međ 4.847 skammstöfunum?

Listi um skammstafanir er í vinnslu; alls 4.847 skammstafanir og styttingar. Skýringar fylgja talsverđum hluta efnisins. Flokkunin er ţessi:

Eiginleg skammstöfun: t.d., o.s.frv.
Stytting:
- Almennt: ađaleink.
- Föđur- og móđurnöfn: Gunnarss., Helgad.
- Skírnarnöfn: Kr., Ág.
Tákn og stakir bókstafir: $, a.
Akróným:
Akróným I (sem kveđiđ er ađ, einstakir stafir): Kea
Akróným II (sem ekki er kveđiđ ađ): ADSL
Akróným III (sem kveđiđ er ađ, orđhlutar): Rannís
 
Ofangreint er birt á ágćtri vefsíđu Stofnunar Árna Magnússonar sem er uppfull af fróđleik og upplýsingum sem allir hafa gaman og ekki síđur ţörf á ađ notfćra sér.
 
Skammstafanir eru ađ mínu mati algjörlega óţarfar. Ţćr eru nćr eingöngu notađar í ritmáli, enginn ber skammstöfun fram nema ţađ sem er ađ ofan nefnt „Akróným“ sem auđvitađ er ekki íslenska heldur ađ uppruna gríska. Látum ţađ nú vera.
 
Ég er sannfćrđur um ađ skammstafanir og styttingar eigi uppruna sinn á ţeim tíma er ţörf var á ađ spara pláss í prentun. Ţetta má rekja til blýsetningar en hafa öđlast nćr ţví eilíft líf jafnvel ţó fyrir margt löngu hafi runniđ upp tölvuöld og engin ţörf á ađ spara verđmćtt pláss á prentađri síđu.
 
Hvers vegna ćtti ég til dćmis ađ nota skammsstöfunina „t.d.“? Af hverju ćtti ég ađ skrifa Sigurđars. í stađ Sigurđarson? Hvađa gagn er af ţví ađ segja nóv, apr, júl, sept eđa des í stađ ţess ađ skrifa mánađarnöfnin fullum fetum? Ég held ţví fram ađ skammstafanir stuđli ekki ađ góđum skilningi á texta sem er prentađur eđa er á tölvuskjá. Hvađ er eiginlega veriđ ađ spara međ skammstöfunum?
 
Auđvitađ eru skammstafanir bara gamaldags brúk vegna ađstćđna sem ekki lengur eiga viđ. Nú byggist notkun ţeirra bara af leti eđa hugsunarleysi. 
 
Svo er ţađ allt annar handleggur ţetta međ skammstafanir fyrirtćkja eđa ađ sem á vefsíđum Stofnunar Árna Magnússon er nefnt „Akróným (leiđinlegt orđ). Kaupfélag Eyfirđinga á Akureyri er langt nafn og líklega ţörf á styttingunni í KEA. Hugsanlega er óhćtt ađ segja Rannís í stađ Rannsóknamiđstöđ Íslands.
 
Held ađ RÚV sé eiginlega feluleikur, sé sett upp til ađ fela hlut ríkisins í nafninu. Sama er međ ţví ađ Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins felur nafn sitt á vefsíđu sinni sem kölluđ er vinbudin.is. Ţessir ađilar telja farsćll ađ ţykjast vera eitthvađ annađ en ríkisstofnun og má vissulega fćra gild rök fyrir ţeirri afstöđu.
 
(Hér gćti ég haldiđ áfram mali mínu og nefnt t.d. prentađ mál frá 2. nóv. '13, kl. 11:30, 14. des. '13, kl. 13:00 og e.t.v. af ţessu ári, t.a.m. 1. feb. '14 og 2. júl. '14. Ýmisl. skýrist af áđurn. dćmum o.fl. o.s.frv.
 
 
 
 
 

Bloggfćrslur 26. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband