Hinn stæki ofbeldiskúltúr um Davíð Oddsson ...

Hann er ábyggilega stoltur og hreykinn maðurinn sem segist vera „fréttamaður“ en kann þá list öðrum betur að tvinna saman ótrúlegar formælingar um Davíð Oddsson. Atli Þór Fanndal virðist lifa og þrífast á hatursskrifum. Hann segir í einhvers konar opnu bréfi í kvennabladid.is:

Nei, þá kemurðu út úr veggjunum og kallar eftir uppgjöri um þinn stæka ofbeldiskúltúr. Varnarlaus enda ekkert efnahagshrun til að dreifa huga fólks. Nakinn eftir að þegnarnir hafa kynnst lífinu með kónginum úti á jaðri. Ekki horfinn en máttlaus og tuðandi. Ekkert að óttast þar.

Við lestur greinarinnar datt mér í hug konan sem flúði til Raufarhafnar vegna eltihrellisins sem skildi ekki að konan sætti sig ekki við andlegt og líkamlegt ofbeldi.

Má vera að Atli sé ekki eltihrellir, hann eltir en hrellir ekki, miklu frekar er hann aumkunarverður. Lesandinn fyllist samúð með manninum sem getur ekki á sér heilum tekið vegna Davíðs. Læknar munu eflaust telja það mjög óheilbrigt að vera svo upptekinn af einhverjum öðrum í hatri sínu að annað komist ekki að. 

Gegn slíkum kenndum má ábyggilega finna góð lyf nema því aðeins að Atli sé þegar á lyfjum við skriftir sínar. Það myndi nú skýra ótal margt ef svo væri en því miður eru litlar líkur á því að maðurinn geti þannig afsakað sig..

Annars eru eltihrellar misgáfulegir. Flestri eru óttalegir vitleysingar enda ekki beinlínis gáfumerki að ná ekki að ráða við hatrið og heiftina og svo fylgir að þeir kunna ekki að tjá sig málefnalega. 

Kvennabladid.is skrýtið blað. Ritstjórinn lætur hafa þetta eftir sér um forsetaframbjóðendur samkvæmt þeim ágæta vefmiðli eirikurjonsson.is:

Ef Andri, Guðni og Davíð væru réttir á matseðli þá væri Andri grænt salat með íslenskum fjólum,Guðni væri klassískur íslenskur heimilismatur og Davíð löngu útrunnin Sómasamloka.

Auðvitað er þetta bráðfyndið, ekki síst fyrir þá sök að höfundurinn ætlaði á síðasta að gefa kost á sér til forseta Íslands. Hún komst þó nægilega snemma að því að meiri eftirspurn var eftir Sómasamlokum en henni - jafnvel útrunnum.

Er þetta ekki bara satt og rétt um Davíð Oddsson? kann nú einhver lesandinn að spyrja.

Það kann vel að vera. Ég þekki örugglega ekki Davíð Oddsson jafn vel og Atli og ritstjóri kvennbladid.is sem ég man ómögulega hvað heitir. Vinátta okkar Davíðs er frekar einhliða, hann þekkir mig ekki en ég hef lengi fylgst með honum og met hann meira en marga aðra.

Hins vegar segir það nokkuð um innrætið hvernig einstaklingur talar um aðra. Lítið bara á athugasemdadálka í fjölmiðlum og hvernig talsmátinn er þar hjá fólki sem almennt er nefnt „virkir í athugasemdum“.

Ómálefnaleg og níðingsleg ummæli eru meira lýsandi um þá sem viðhafa slíkt en þá sem um er rætt. Margt bendir til þess að Atli Þór Fannarsson sé búinn að tileinka sér obeldiskúltúrinn sem hann vill endilega smyrja á Davíð Oddsson. Því miður eru fleiri í þessum afkima mannlegs veikleika. 


Hvar eru þessar tvær gömlu myndir teknar?

TrébFornleifur nefnist blogg sem Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, fornleifafræðingur skrifar. Oft skrifar Vilhjálmur skemmtilega og varpar upp forvitnilegum hliðum á fortíðina. 

Í pistli um daginn birtir Vilhjálmur tvær gamlar myndir og óskar eftir liðsinni lesenda til að finna hvar þær voru teknar. Stundum er ég nokkuð naskur að finna út hvar gamlar myndir eru teknar en í þetta sinn er ég frekar blankur, eyddi samt drjúgum hluta sunnudagsins til einskis. 

Vilhjálmur segir:

Á myndinni má sjá fjóra karla, leiðsögumennina (Guides), sem bendir einhvern megin til þess að útlendingar gæti hafa verið með í för. Myndin sýnir einnig fjögur hross. Áð er við stórt og gamalt reynitré. Þjóðminjasafnið upplýsir að myndin sé tekin í Grafningi og að maður sjái líka á í bakgrunninum niðri á flatlendinu.

TréMér sýnist hins vegar að þetta séu aðeins voldugri vötn en á, og ímyndaði mér, áður en ég sá dóm Þjóðminjasafns fyrir þeirra mynd, að hún væri tekin nærri Laugavatni. Ef einhverjir geta skorið úr um það væru upplýsingar vel þegnar. Er myndin úr Grafningi eða úr nágrenni Laugavatns.

Oft er ráð að kanna hvort gamlar myndir sem birtar eru á vef eða prenti séu speglaðar, sérstaklega ef áhöld eru um staðsetningu. Hér er fyrri myndin, sú efri er eins og birtist á Fornleifi en sú neðri er spegluð. Hægt er að smella á myndirnar og stækka.

Mér finnst eins og að efri myndin sé rétt og þá gæti hún hugsanlega verið af Úlfljótsvatni og ofar sé Þingvallavatn. Þessi kenning stenst þó ekki að öllu leyti. Landslagið virðist frekar flatt og Búrfell í Grímsnesi er ekki sjáanlegt. Þá velti maður því fyrir sér hvort neðri myndin sé rétt og hún tekin úr hlíðum Búfells. Það finnst mér ólíklegt, hlíðarnar heldur brattar.

Ég velti því líka fyrir mér hvort myndin væri af Laugarvatni og Apavatni. Efri myndin gæti þess vegna verið tekin suðvestan við Laugardalsfjall, en lögun vatnanna passar ekki og svo eru þau alloft nálægt hvoru öðru til að hugmyndin gangi upp.

Svona má nú fimbulfamba um eitthvað sem maður veit ekkert um og því er betra að kalla til leitarflokka.

Tré2bcSé myndin stækkuð má sjá að þarna eru sandbrekkur og rofabörð hingað og þangað. Lítið vatn virðist vera skammt frá minna vatninu og í fjarska, lengst til hægri, má greina fjöll og vötn.

Næsta mynd gæti hugsanlega verið af sama reynivið, en Vilhjálmur segir á bloggi sínu:

Reynirinn "í Grafningi" hélt líklegast áfram að vaxa og dafna, því í byrjun 20. aldar var tekin mynd reyni einum miklum (sjá hér). Myndina tók Magnús Ólafsson og á bakhlið hennar er ritað: 10 álna hátt Reyniviðartré í Grafningi. Ætli það pár sé nú ekki frekast ástæðan fyrir því að myndin af reyninum hér ofar í "brekkunni" er tileinkuð er Sigfúsi Eymundssyni og sögð úr Grafningi? En er þetta nú í raun og veru sama tréð og á myndunum tveimur hér ofar? Hvar er þá fjallið í bakrunninum sem er á steríómynd Magnúsar Ólafsson, sem var tekin á tímabilinu 1905-1920?

Tré2bOg til að geta velt fyrir sér myndinni er hún hér spegluð. Mér finnst ekki ólíklegt að fjallið í bakgrunni sé Laugarvatnsfjall. Hins vegar truflar forgrunnurinn mig talsvert. Þar virðast vera fossar sem falla fram af einhverri sléttu og þar með er nágrenni Laugarvatns úr sögunni. 

Hægt er að rýna lengi í þessar myndir en gæðin eru ekki mikil og þær eru nokkuð rispaðar.

Spurningin sem eftir stendur er þá þessi með reyniviðinn. Hvar stóð hann eða stendur hann jafnvel enn? Þar gæti lausnin verið. Má vera að einhverjir þekki hann og um leið sagt frá hvar myndirnar, önnur eða báðar, voru teknar.

Gaman væri nú ef einhverjir lesendur þessara lína gætu aðstoðað.

 


Tóm vitleysa að reka þjálfara KR, betra að tuska liðið til

KRKR tapaði leik á dögunum og allir eru að tapa sér og heimta afsögn þjálfarans. Þetta er bara eins og hjá Samfylkingunni. Hún tapar og tapar fylgi í skoðanakönnunum og menn halda að lausnin felist í því að heimta höfuð formannsins.

Fótbolti er ekki flókin íþrótt. Hún felst í fyrsta lagi í því að láta ekki andstæðingana flækjast fyrir sér þegar boltinn er rakinn í mark þeirra. Í öðru lagi gengur íþróttin út á að koma í veg fyrir að andstæðingarnir komi boltanum í annað mark en þeirra eigið.

Hverjir standa nú að því að verjast andstæðingunum og koma boltanum í mark þeirra? Jú, það eru víst leikmennirnir, þessir ellefu sem hlaupa um á stuttbuxunum sínum.

Þjálfarinn er ekki í stuttbuxum og þar af leiðandi ekki inni á leikvellinum nema í einstaka tilvikum. Annars vegar þegar honum mislíkar og hleypur óvart inn á völlinn til að berja dómarann og hins vegar þegar hann er spilandi þjálfari, eins og það er kallað. Hann skorar þar af leiðandi engin mörk né sinnir hann varnarvinnu. Hann stendur bara þögull á hliðarlínunni eins og fylgist með og kallar stundum eitthvað til leikmanna.

Þjálfari KR gerir eins og allir aðrir í hans stöðu, leggur upp leikinn, skipar leikmönnum fyrir. Jafnan er það svo að leikmenn liða fara oft ekki eftir því sem þjálfararnir segja. Oft tapast þá leikur.

Áður en þjálfarinn er skorinn ber auðvitað að huga að „sakleysingjunum“, það er stuttbuxnaliðinu. Jafnan skal byrja á fyrirliðanum, hann á að stjórna inni á vellinum en oft gerir hann það ekki. Svo eru aðrir leikmenn teknir fyrir. Stóðu þeir sig nægjanlega vel? Ef ekki þá er tvennt til ráða. Reka helv... leikmanninn eða láta hann taka 100 armbeygjur, það er þjálfa þá betur svo þeir hlýði. Annar ku armbeygjur vera ansi góðar í boltaþjálfun - held ég.

Nú ef í harðbakkann slær þá má svo sem reka þjálfaragreyið. Nú til dags er það oftar gert en að reka liðið. Brottrekstur þjálfara er samt aldeilis síðasta sort eins og dæmin sanna. Lið sem hefur fengið íhlaupaþjálfara stendur sig sjaldnast betur en undir stjórn þess fyrri.

Sama er með blessaða Samfylkinguna. Hún ætti auðvitað að heita Fylkingin vegna þess að forskeytið er löngu týnt, aungvir vinna þar saman og allir berja á þjálfaranum formanninum.

samfylkingin_logoAnnars er staðan sú að þegar eitthvað bjátar á er sökin yfirleitt ekki þar sem beinast liggur við að leita. Öll mál eru flóknari en svo að hægt sé að kenna þjálfara eða formanni stjórnmálaflokks um það sem miður fer. Þess vegna gæti verið betra að reka aðra löpp þjálfarans og hausinn á fyrirliðanum, þessir líkamshlutar eru hvort eð er sjaldnast í mikill notkun.

Gangi svo KR-ingum vel í sumar, samt ekki of vel, eins og forsetaframbjóðandinn sagði.


Falin ESB-stefna Viðreisnar, Samfylkingar og VG

vidreisn2014Hér er frétt frá 2014 um fyrirhugaða stofnun Viðreisnar, sem vill ljúka aðildar- viðræðum við ESB, á vegum Benedikts Jóhannessonar ofl.

Undarlegt hvað allt um ESB hverfur núna, líka hjá Guðna Th.!

Þetta segir Ívar Pálsson í pistli á bloggsíðu sinni. Ívar er hefur einstaklega glöggt auga í stjórnmálunum, mér finnst nauðsynelegt að fylgjast með blogginu hans.

Svo rækilega hefur vinstri flokkunum verið velt upp úr hinni dæmalausu aðildarumsókn að ekki einu sinni Samfylkingin reynir að halda fram ágæti ESB lengur. Hún gafst upp.

Vinstri grænir ætluðu aldrei inn en seldu sannfæringu sína í ESB málinu fyrir stóla við ríkisstjórnarborðið. Auðvitað er engin spilling fólgin í því að selja sannfæringu sína.

Og Guðni Th. Jóhannesson, sá ágæti forsetaframbjóðandi, er ekki lengur á þeirri skoðunar að við eigum að fara inn í ESB. Að minnsta kosti lætur hann á engu bera í því máli. En ekki misskilja mig, Guðni er fínn gæi, en ég ætla bara að kjósa Davíð Oddson.

Flokkurinn sem kennir sig við viðreisn vildi fyrir tveimur árum „ljúka aðildarviðræðunum við ESB“. Hvað hefði það nú þýtt? Jú, við værum komin inn í ESB vegna þess að þær viðræður sem voru þá í gangi voru einfaldlega aðlögunarviðræður, ekki aðildarviðræður eða samningaviðræður að einu eða neinu leiti.

Nú felur þessi nýstofnaði flokkur stefnumiðið en lætur þess þó getið að hann vilji láta taka upp Evru hér á landi. Einmitt. Evru tekur ekkert ríki upp nema hafa fulla aðild að ESB.

Niðurstaðan er því sú að við þurfum að vera vakandi yfir sjálfstæði okkar og berjast hart fyrir því. Látum það ekki villa okkur sýn þó áðurnefndir þrír flokkar séu ekki að flagga þeirri stefnu sinni að við eigum að ganga í ESB.


Á að taka á móti 3-5 milljónum ferðamanna?

DSC_4694Með rökum má draga í efa að hugmyndir forstjóra Icelandair Group um að Ísland geti tekið við þremur til fimm milljónum ferðamanna á ári séu raunhæfar. Til að svo megi verða þarf að efla alla innviði ferðaþjónustunnar og raunar samfélagsins alls. Þar með er komið að þeirri pólitísku spurningu hvort þjóðin sé tilbúin til þess.

Komugjald á ferðamenn sem leggja leið sína hingað til lands eru ekki aðeins tekjuöflun, eðli gjaldsins er að hluta til þess að draga úr fjöldanum. Í sjálfu sér væri ekkert óeðlilegt við að stjórnvöld leggðu slíkt gjald.

Allt að 30% árleg aukning ferðamanna sem nú eru nálægt einni og hálfri milljón inn í land þar sem íbúarnir eru aðeins um 330.000 manns er á besta falli vafasöm.

Neikvæðar afleiðingar

Dæmi um neikvæðar afleiðingar ferðamannastraumsins er innflutningur á vinnuafli til að sinna þeim störfum sem lítil eftirspurn er eftir hjá innfæddum. Hér er auðvitað átt við störf við þrif sem jafnan eru lægst launuð en engu að síður svo afar mikilvæg að telja má þau til grundvallaratriða í fjölmörgum greinum ferðaþjónustu. Til viðbótar er hinar illu afleiðingar þessa skorts; mansal, þrældómur og illur aðbúnaður.

Þjóðvegir

Þrjár til fimm milljónir ferðamanna þýða mikið álag í samgöngumálum. Hringvegurinn er mjór, ein akrein í hvora átt, engin skil á milli, einbreiðar brýr, vetrarumferð er vandamál, malarvegir utan hringvegarins eru stórhættulegir óvönum, merkingar vega miðast eingöngu við innfædd, hálendið er stórhættulegt óvönum og svo framvegis.

Nánast hvergi í náttúru landsins eru aðstæður til að taka á móti ferðamönnum. 

DSC00066Skemmdir

Eftir því sem ferðamönnum hefur fjölgað hér á landi,íslenskum sem erlendum, hafa gönguleiðir látið stórlega á sjá.  Eftir því sem ferðamönnum hefur fjölgað hér á landi,íslenskum sem erlendum, hafa gönguleiðir látið stórlega á sjá. Þeim mun fleiri sem nýta sér merktar gönguleiðir þeim mun meira slitna þær, eðli máls samkvæmt. Þær grafast niður og í rigningartíð sækir vatn í þær sem grefur þær enn meira niður og verða göngumönnum nær ófærar. Þeir færa sig þá til og annargöngustígur myndast við hlið þess gamla og sagan endurtekur sig.

Átroðningur

Nú er svo komið að alvarlegar skemmdir hafa orðið á ýmsum náttúruperlum víða um land vegna ágangs ferðamanna og viðhaldsleysi ágöngustígum. Nefna má fjölmarga staði utan þjóðgarða: Gönguleiðir í Goðalandi og Þórsmörk, gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls, göngustígana upp á Þverfellshorni í Esju, göngustíginn á Vífilsfell, gönguleiðir í Lakagígum, nokkrir gönguleggir á Hornströndum, gönguleiðir í kringum Landmannalaugar, gönguleiðir við Veiðivötn og leggir á hinni vinsælu gönguleið milli Landmannalauga og Þórsmerkur liggja undirstórskemmdum. Fleiri svæði mætti nefna.

DSC_0035bEkki meir?

Af þessu og öðrum ástæðum sem hér hefur ekki verið nefndar má ljóst vera að hvorki landið né þjóðin getur tekið við öllu fleiri ferðamönnum án þess að hugað sé að innviðunum. Vissulega er til duglegt fólk sem byggir hótel, veitingastaði, afþreyingarfyrirtæki og sinnir leiðsögn og kynningu.

Þetta dugar hins vegar ekki til, okkur vantar fólk, við þurfum að byggja upp varnir á viðkvæmum stöðum í náttúru landsins, skipuleggja þarf starfið og svo framvegis.

Framar öllu þarf að taka pólitíska ákvörðun um framhaldið. Það er ekki eins og allir séu sammála forstjóra Icelandair Group, jafnvel þó allt sem hér hefur verið nefnt væri komið í gott horf.


mbl.is Komugjöld munu fæla fólk frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skítadreifarinn í vinnu en skynsemin í fríi

Sumt fólk er þannig innréttað að það leggst hart gegn ómálefnalegri umræðu annarra en stundar hana engu að síður eins og það fái borgað fyrir. Má vera að svo sé.

Stutt er í kosningar, framboðsfrestur runnin út og því ekkert til fyrirstöðu að fara með skítadreifarana út og bera á. Hópur alzheimerssjúklinga starfa sem sjálfboðaliðar á kosningaskrifstofu Davíðs Oddssonar [...]

Þeir voru í óða önn við að dreifa athyglinni frá því hve oft Davíð hefur gert í buxurnar með því að henda skít í alla aðra þegar ljósmyndara fréttastofu bar að garði nú í morgun.

Svona er viðhorf Kvennablaðsins, sjá hér. Auðvitað er þetta andstyggilegur áróður og lýsir þeim sem ritar meir og betur en þeim sem um er rætt.

Að baki álíka skrifum stendur klókt fólk sem veit nákvæmlega hvað það er að gera. Markmiðið er eins og fyrr að hamra stöðugt á því sama, að Davíð Oddsson sé óalandi og óferjandi. Áróðursbrögð af þessu tagi eru ekki ný hér á landi, þau þekkjast víða um lönd og reynst vel við mannorðsmorð.

„Afþvíbara“

Mannlegt eðli er ábyggilega talsvert brogað. Víða í samfélögum út um allan heim á fólk erfitt, ekki vegna eigin gerða eða aðgerðaleysis, heldur vegna annarra. 

Ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að.

Þegar andstaða byggist ekki á góðum og skýrum forsendum og er endurtekin í sífellu er hún oftast nefnd einelti, og þannig var hún eitt sinn skilgreind. 

Áróður án málefnalegra forsendna gerir þá kröfu að allir taki afstöðu og það nægir yfirleitt að enginn sé til varna. Þannig er það á skólalóðinni þegar stóri sterki strákurinn lemur þann litla eða á samfélagsvefnum þar sem leitast er við að ata einhvern óhróðri. Oftar en ekki er ástæðan fyrir eineltinu „afþvíbara“.

Verstir allra eru þeir sem standa hjá og gera ekkert, meirihutinn sem horfir á andstyggðina en tekur ekki þátt. Í því er fólgin afstaða.

Engu að síður seytlast áróðurinn inn, jafnvel í gott og vandað fólk. Ástæðan er einföld. Fæstir leggja það á sig að grafast fyrir um sannleikann, falla frekar fyrir hálfsagðri vísu eða óhróðri af því að það er svo fyrirhafnarlítið. Þannig fær hálfsannleikurinn eða jafnvel lygin stöðuhækkun og verður óhrekjanlegur sannleikur.

„Fyrirsagnahausar“

Má vera að margir séu „fyrirsagnahausar“, fólk sem lætur sér nægja að lesa fyrirsagnir fjölmiðla eða hlusta á ágrip frétta. Þannig fæst auðvitað aldrei rétt mynd af neinu máli. Engu að síður virðist allt vera svo kunnuglegt, nánast þannig að sannleikurinn sé viðkomandi ljós.

Í grein í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni „Einbirni sögð lifa lengur“ segir: 

“Þeir ein­stak­ling­ar sem koma úr stór­um fjöl­skyld­um eign­ast færri börn og lifa skem­ur en þeir sem koma úr litl­um fjöl­skyld­um.“

Sá sem les fyrirsögnina og stutt ágrip af henni á mbl.is og sér vísað til Íslenskrar erfðagreiningar er sannfærður. Síðan kemur í ljós að fréttin er byggð á vafasömu forsendum en „fyrirsagnahausinn“ lætur sér það eflaust litlu skipta. Þetta er nógu sennilegt til að vera satt.

Skynseminni hleypt í frí

„Ef við kjósum Davíð Oddsson forseta Íslands“, segir í fyrirsögn á vefritinu stundin.is. Í greininni eru talin upp tólf atriði sem eiga að vera rök gegn því að kjósa manninn. Þar stendur þetta án nokkurs fyrirvara:

Við munum hafa kosið mann sem tímaritið Time taldi upp sem einn af 25 mönnum sem báru mesta ábyrgð á efnahagskreppunni 2008.

Þó höfundurinn beiti fyrir sig tímaritinu Time verður fullyrðingin ekki sannari enda kunnugt að svo ákaflega auðvelt er að ljúga með heimildum. Önnur atriði í greininni eru álíka sannfærandi og raunar erfitt fyrir lesandann að átta sig leyfi hann sér það yfirleitt. Sumum finnst nefnilega betra að gera eins og þeir sem horfa upp á atvikið á skólalóðinni, láta það bara afskiptalaust. Aðrir gefa skynsemi sinni leyfi til fjarvistar og leggja trúnað á óhróðurinn.

Stórmannlegra er hins vegar að skora eigin skynsemi á hólm og afla sér upplýsinga. Vandamálið er að við ofurefli er stundum að etja sem er stöðugur áróður. Hann birtist ekki aðeins í stríðsfyrirsögnum vafasamra vefrita, heldur hálfsannleikurinn, kvartsannleikurinn og skrökvið sem birtist svo víða. Verst af öllu er þó misnotkunin, fjölmiðill sem þykist vera trúverðugur en er ekkert annað en endurómur einkaskoðana þeirra sem skrifa í hann.

Skítadreifari um skítadreifara um ...

Má vera að rökræða byggist á því að nálgast sannleika eða besta hugsanlega niðurstöðu í hverju máli. Hún stendur hins vegar ekki undir nafni þegar óhróðri, hálfsannleika og lygum er beitt. 

Vandamálið er skítadreifarinn sem notaður er vegna meintrar notkunar annarra á skítadreifara. Þá verður niðurstaðan aldrei önnur en sú að jafnt lag af mykju leggst á umhverfið og óþefurinn veldur samfélaginu miklum vanda.

Lygar og óhróður gengisfellur umræðuna og hún hrapar niður á vafasamt plan, rökræðan gufar upp og krafan um málefnalega afstöðu hverfur. Þannig er verið að réttlæta ranglætið, gefa afslátt af sannleikanum til að koma höggi á mann, málefni eða hópa. Þetta getur aldrei gengið upp til lengdar og má í raun sjá víðar en í aðdraganda forsetakosninga. 

Verst af öllu er þó að sjá gott og heiðarlegt fólk tapa skynseminni og skokka með skítadreifaranum. Það getur ekki verið neinum manni holl lífsstefna.


Íslensk ermagreining harmar gagnabakka

Undanfarin ár hefur undirritaður rannsakað fyrirbrigðið skalla með Íslenskri ermagreiningu. Með því að nota gagnabakka hennar er ljóst að fólk með skalla er undantekningalaust með færri hár en það sem hefur mörg höfuðhár. Einkum er ljóst að konur sem eiga foreldra hafa að meðaltali fleiri hár en karlar og skiptir litlu þó þeir séu munaðarlausir.

Nú hefur fyrirtækið hafnað því að samþykkja ofangreinda uppgötvun þar sem undirritaður á að hafa brett upp ermar og þvegið gagnabakkann. Ekki er fótur fyrir því. Í gagnabakka Íslenskrar ermagreiningar eru enn hárnákvæmar upplýsingar en það breytir þó ekki þeirri staðreynd að fyrirtækið hefur ekki lagt neitt fram sem nýst getur lyfjaframleiðendum til að framleiða lyf við hárleysi. Öðrum hefur tekist að ná umtalsverðum árangri gegn hárvexti, nefna má vax, plátra, tangir og annað álíka.

Vegna fjölmargra frétta um meintan árangur Íslenskrar ermagreiningar sem byggist á gagnabakka hennar sér undirritaður sig knúinn til að lýsa því yfir að vinna fyrirtækisins var ekki að miklum gæðum. Samstarfinu er því sjálfhætt og hann getur því enn á ný skrikað um frjáls höfuð.

Undirritaður.


mbl.is ÍE þvær hendur sínar af staðhæfingum Robert Lynch
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

United endurnýjar allt eins og Liverpool, allt nema lógóið

Stjórn Manchester United hefur rekið heiðursmanninn Lúðvík van Gaal. Tilgangurinn er að koma manni að sem þekktur sem kjaftaskur, hann veður yfir fólk og þiggur fyrir það gríðarlegar fúlgur fjár. Í þokkabót fær hann nær ótakmarkaða peninga til að kaupa nýja leikmenn.

Auðvitað verður það þannig að United mun standa sig vel á næstu leiktíð. Annað hvort væri það nú. Innkaupastjórinn og lagerstjóri þeirra munu vinna saman að losa félagið við leikmenn og kaupa aðra í staðinn. Liðið verður óþekkjanlegt rétt eins og Liverpool í vetur. Allt nýtt, leikmenn, þjálfari, nuddari, peysur og orkudrykkir. Búningsklefinn verður án efa málaður og skipt um snaga.

Hið eina sem verður eins er lógóið og baráttusöngurinn rétt eins og hjá Liverpool.

Þetta er stórbissniss og engin ástæða til að missa sig yfir lógói. Hverjum er ekki alveg sama um til dæmis KR þegar nær allir leikmennirnir eru nýir og þjálfarinn er gæi af Skaganum.

Svona gerast kaupin á eyrinni. Ekkert er upprunalegt, allt aðkeypt og ekkert framhald eða þróun.

Og hvað verður nú um Lúðvík og fjölskylduna. Enginn hugsar um þau.


mbl.is Van Gaal rekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjum er ekki drullusama um þennan Atla Fannar?

Eftir að Davíð svar­aði spurn­ingum í beinni útsend­ingu á Face­book-­síðu Nova í vik­unni birti mbl.is frétt undir fyr­ir­sögn­inni 27.000 horfðu á Davíð — full­kom­lega eðli­leg fyr­ir­sögn ef það væri hægt að sýna fram á að 27 þús­und manns hefðu horft útsend­ing­una.

Hið rétta var að búið var að horfa á ein­hvern hluta upp­tök­unnar af útsend­ing­unni 27 þús­und sinn­um. Ég segi ein­hvern hluta vegna þess að aðferð­irnar sem Face­book notar til að telja áhorf eru í besta falli rausn­ar­leg­ar. Áhorfin telja eftir aðeins þrjár sek­úndur eru liðn­ar. Mynd­böndin spil­ast oft sjálf­krafa og meira að segja án hljóðs. Til sam­an­burðar þá hleypa mynd­banda­veitur á borð við Vimeo og Youtube taln­ing­unni ekki í gegn fyrr en búið er að horfa á tvo þriðju mynd­bands.

Það mætti sem­sagt deila í áhorfs­töl­una með tveim­ur. Jafn­vel þrem­ur. En þetta snýst ekki um það.

Nei, þetta snýst ekki um það. Blaðamaður á vefmiðlinum kjarninn.is, Atli Fannar Bjarkason, getur ekki á sér heilum tekið vegna forsetaframboðs Davíðs Odddsonar. Hann skrifar jafnan af heift um Davíð og kjökrar vegna framboðsins.

Ofangreind tilvitnun er úr grein hans sem nefnist „Er öllum drullusama um Morgunblaðið?“ Má vera en ég held að flestir hafi ekki nokkurn áhuga á kjarninn.is.

Til að byrja með hafa fleiri frambjóðendur en Davíð setið fyrir svörum hjá símafyrirtækinu Nova. Atli Fannar missir sig eingöngu um Davíð. Halla Tómasdóttir og Guðni Jóhannesson, forsetaframbjóðendur, fá ekki yfir sig gusuna frá manninum. Kjarninn er greinilega hlutdrægt rit og hverjum er ekki „drullusama“ um það. Enginn les það nema vinstri gáfumenni - allir einn og átta.

Annars er það grátlega fyndið að lesa tilraun Atla Fannars til að telja niður þá sem fylgdust með upptöku af viðtalinu við Davíð Oddsson. Með tænilegum útskýringum fær hann það út að aðeins 9.000 manns hafi horft á viðtalið, ekki 27.000.

Hann deilir í töluna með tveimur eða þremur. „En þetta snýst ekki um það,“ segir Atli. Lesandanum er það ljóst. Þetta snýst eiginlega um Atla Fannar og heift hans gegn Davíð, en hverjum er ekki „drullusama“ um geðheilsu hins fyrrnefnda.

Davíð var reglulega fyndinn og skemmtilegur í þessu viðtali, ég hlustaði á það allt og skemmti mér afar vel. Ég hlustaði líka á Guðna, hann var flottur, jafnvel þó hann sé svo forneskjulegur að nota PC en ekki Makka. wink

 


Birgitta skilur ekki og er því illt í maganum

Stundum þegar Birgitta Jónsdóttir tekur til máls bendir margt til þess að hún tali bara til að tala. Ástæðan er einfaldlega sú að sjaldnast leggur hún eitthvað uppbyggilegt til málanna.

Sé skynsemin ekki fyrir hendi er besti kosturinn að þegja. Engu skiptir hvernig þingmanni líður í mallakútnum eða annars staðar í kroppnum. 

Í frétt mbl.is er endursögn af orðum hennar á þingi í dag þessi: Hún sagði fjár­mála­gjörn­ing­ana mjög flókna og kynn­ing­una á frum­varp­inu yf­ir­borðslega. Einnig taldi hún að betra hefði verið að bíða með frum­varpið þangað til nýtt þing væri komið til starfa svo að nægt traust væri fyr­ir hendi.

Með öðrum orðum Birgitta Jónsdóttir skilur ekki frumvarpið. Þó svo að kosið væri í dag eru ekki líkur á því að ný ríkisstjórn eða meirihluti á Alþingi væri jafn stór og sá sem stendur að þessari ríkisstjórn. Hafi þingmaðurinn ekki traust á frumvarpinu kýs hún án efa á móti því. Þar að auki gæti hún lagst í málþóf, það er eitt af því fáa sem hún gerir af þekkingu og skilningi.

Gjamm Birgittu um fjármála- og efnahagsráðherrann er merki um skort á háttvísi og tilgangurinn hinn sami og lesa má hjá virkum í athugasemdum sumra fjölmiðla. Þar er ekki miklu viti fyrir að fara.


mbl.is Með ónot í maganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrír skjálftar yfir þrjú stig í Bárðarbungu

SkalftavefsjaFimm stórir skjálftar urðu í morgun í Bárðarbungu rétt eftir klukkan sjö. Mbl.is kann ekki eða nennir ekki að segja skilmerkilega frá. Þetta er engu að síður merkileg frétt. Staðreyndir eru þessar:

  1. kl. 7:11 3,3 stig, 2,3 km dýpi
  2. kl. 7:11, fimm sek síðar, 4,4 stig, 6,1 km dýpi
  3. kl. 7:18 3,3 stig, 8,9 km dýpi
  4. kl. 7:20, 2,8 stig, 9,3 km dýpi
  5. kl. 7:21, 2,3 stig, 7,2 km dýpi

Á kortinu, sem fengið er af skjálftavefsjá Veðurstofunnar, sést hvar upptökin eru. Sjá má að þeir dreifast nokkuð um norðurbrún öskjunnar sem er undir jöklinum.

Jarðvísindamenn hafa ekki enn tjáð sig um þessa skjálfta. Hins vegar hefur komið fram í fréttum að skjálftar eftir gos í Holuhrauni kunna að tengjast kvikuhreyfingum undir fjallinu og dýpt skjálftanna bendir til þess að um sé að ræða iðrahreyfingar. Þær ná þó upp á yfirborðið. Ekki fann ég upplýsingar um hæð jökulsins í öskjunni, hvort yfirborðið sé að hækka.

Óróamælingar í tengslum við skjálfta eru áberandi í kringum Bárðarbungu, í Vonarskarði, Dyngjuhálsi og Grímsfjalli. Eftir því sem fjær dregur Bárðarbungu minnkar óróinn skart og bendir það til þess að ekkert sé í aðsigi.

Þetta eru nú helstu upplýsingar sem leikmaður getur aflað sér um skjálftana í Bárðarbungu. Hvernig á nú að ráða í þær verða jarðvísindamenn að segja til um.

Draumspakur maður tjáð mér að ekkert gos sé yfirvofandi í Bárðarbungu fyrr en 22. febrúar 2019 klukkan 13:21. Draumar hans eru sagðir traustir fyrirboðar og hafi aldrei brugðist. 

„Ekki er mark að draumum,“ sagði Þorsteinn Egilsson, Skallagrímssonar, Kveldúlfssonar aðspurður eftir mikið brölt hans í svefni (í Gunnlaugssögu Ormstungu). Tekið er undir með honum.


mbl.is 4,4 stiga skjálfti í Bárðarbunguöskju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kennig Þorvaldar Gylfasonar um gagnsleysingja stenst ekki

Menn gera mismikið gagn hver á sínum vettvangi. Allir þekkja þetta. Flestir gera gagn. Suma langar að gera gagn en þeir valda því ekki, kunna ekki tökin, hafa e.t.v. ekki verksvit, flækjast bara fyrir. Aðrir hafa jafnvel ekki löngun til að gera gagn, ekki frekar en unglingur sem nennir ekki að taka til í herberginu sínu. Gagnsleysingjar eru ýmist virkir eða óvirkir. Ekki er langur vegur frá virkum, skeleggum gagnsleysingjum til einbeittra skemmdarvarga ...

Þetta er upphafið að grein Þorvaldar Gylfasonar, hagfræðings, í Fréttablaðinu í dag. Ugglaust má ýmislegt til sannsvegar færa og sem og annað í greininni en í heild er hún óvægin, grunnhyggin og raunar heimskuleg. 

Af visku sinni byggir hann skoðun sína frá sjónarhóli nútímans, þeim kögunarhóli sem gefur útsýni yfir fortíðina og meta hana út frá því sem nútímamaðurinn veit. Þannig viðhorf byggir á svipuðu og sagt hefur verið um sigurvegara í stríðum og bardögum; þeir einir hafa rétt fyrir sér sem vinna.

Lítum við skammt til baka og skoðum Icesave samningana. Voru þeir sem studdu þá „gagnleysingjar“ og þar með Þorvaldur sjálfur sem ekki dró af sér. Hann flæktist bara fyrir (eins og hann sjálfur orðar það í tilvitnuninni), var ekki til nokkurs gagns heldur reyndi hvað hann gat til að spilla fyrir „réttum“ niðurstöðum.

Nei, auðvitað eru málin miklu flóknari en svo að hægt sé að brúka vitlaust og andstyggilegt orð eins og „gagnsleysingi“ um þá sem héldu af heiðarleika fram ákveðnum  málstað. Það er hrokafullt að gera lítið úr fólki. Jafnvel það sem ekkert gerði, sinnti sínu starfi, fjölskyldu og vinum.

Sigurvegarinn hefur ekki alltaf rétt fyrir sér og þaðan af síður Þorvaldur Gylfason þó er hann  oft aldeilis frækinn í alhæfingum. 

Lífið er bara þannig að við erum stundum gagnleg og gagnslaus. Veltur á því hvað um er rætt. 

Þorvaldur nefnir í grein sinni Grím Thomsen sem var bæði skáld og þingmaður. Hann var ekki sammála Jóni forseta í sjálfstæðismálunum. En var Grímur gagnsleysingi? Má vera að hann hafi verið stundum að gagni og stundum ekki, kann Þorvaldur að segja. Þar með er komin undantekning.

Var ekki Jón Sigurðsson, forseti, var lækningamaður í fjárkláðamálinu 1857 og fjölmargir vinir og stuðningsmenn hans snéru þá við honum baki. Niðurskurðarmenn höfðu sigur á þingi. Var þá Jón „gagnsleysingi“? Tja, sko ... og Þorvaldur tafsar kannski af alkunnri list.

Georg Washington, fyrsti forseti Bandaríkjanna, átti þræla frá unga aldri. Já, já, hann var ýmist að gagni eða ekki, segir Þorvaldur án efa.

Hvað þá með bændurna sem mótmæltu símanum í upphafi síðustu aldar, voru þeir „gagnsleysingjar“? Þeir töpuðu baráttu sinni en kom ekki í ljós að öruggara var að nota loftskeyti og jafnvel betra? Og Þorvaldi vefst liklega tunga um höfuð.

Við nánari umhugsun er afstaða Þorvaldar Gylfasonar afar hrokafull, hún er einhliða og gefur ekki nokkrar skýringar á öðru en skoðun þess sem stendur á kögunarhólnum og lítur til baka og veit þar með allt. Svona tala bara náungar sem telja sig hafa höndlað sannleikann og skýra hann út í örfáum orðum í athugasemdadálkum fjölmiðla.

Alhæfing er sjaldnast góð nálgun, hvorki í sagnfræði, stjórnmálum né svona yfirleitt. Hins vegar verður að viðurkennast að alhæfing hljómar oft svo ósköp vel og þess vegna mikil freisting vera sammála þeim sem þannig talar. 

Þegar nánar er að gáð þurfa allir að hugsa vegna þess að alhæfingin getur hitt þig sjálfan fyrir, föður þinn, móður, afa, ömmu eða önnur skyldmenni og vini. Neeeeiiii, ég átti nú ekki við þetta, segja kjánarnir sem létu glepjast af alhæfingartalinu. Sko þetta á nú við alla aðra en hann pabba eða hana Gunnu systur.

Mér er svosem sama þótt Þorvaldur gagnrýni Vinstri græna fyrir verk sín í síðustu ríkisstjórn. Engu að síður hef ég þá bjargföstu trú að flestir stjórnmálamenn vinni sín störf af bestu getu og heiðarleika. Hins vegar geta málin óvænt snúist upp í andhverfu sína, sérstaklega þegar stjórnmálastefnan reynist í algjörri mótsögn við vilja þjóðarinnar svo ekki sé talað um raunveruleika samtímans. Þá reynir á stjórnmálamenn og á því prófi féllu þingmenn Vinstri grænna.

Þannig verða eins og hendi er veifað til undantekningar vegna þess að alhæfingin reynist um síðir svo afar gagnslítil í röksemdafærslu, hún gengur einfaldlega ekki upp. 

Ekki vil ég alhæfa neitt hér, en mér sýnist að Þorvaldur geri sér ekki grein fyrir þessu.


Við þurfum að takmarka fjölda ferðamanna

Lítil þjóð sem ekki einu sinni hefur innviðina í lagi á ekkert með að taka á móti ferðamönnum sem eru fimm sinnum fleiri en heimamenn. Þetta er einföld staðreynd.

Hingað til lands eru fluttir þúsundir útlendinga til að vinna þau störf sem Íslendingar líta vart við vegna þess hversu illa þau eru borguð. Þetta eru störf á hótelum og veitingahúsum, þrif, uppvask og annað álíka. Oftar en ekki er launin smánarleg og samkvæmt fréttum fylgja þau ekki kjarasamningum og eru því ólögleg og ekkert annað en þrælahald.

Ferðamannastraumurinn er að færast fyrr og fram eftir ágúst er á mörgum stöðum orðið fullbókað. Þetta gerir það að verkum að á öðrum stöðum er laust en þau pláss nýtast ekki því komnir eru flöskuhálsar á mest sóttu stöðunum.

Þetta segir Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Bændaferða, á forsíðu Fréttablaðs dagsins. Hann hefur rétt fyrir sér.

Í stuttu máli er staðan sú að útlendingum er mokað inn í landið en ekki er hægt að ala önn fyrir þeim vegna þess að húsnæði og aðra aðstöðu vantar, til dæmis á Suðurlandi. Með rökum má segja að landið sé einfaldlega uppselt á háannatímum.

Vegir landsins þola orðið ekki þá umferð sem er á þeim. Þeir eru fljótandi, eins og sagt er, síga og rísa víða eftir árstíðum. Hringvegurinn er einfaldur, ein akrein í hvora átt og ekki sem skilur á milli. Þetta fyrirkomulag býður hættunni heim, svo einfalt er það.

Náttúran á helstu ferðamannastöðum er farin að láta á sjá. Víða eru of margir á sama tíma og upplifun hvers og eins er þeim mun minni og lakari. Átroðningur eykst, göngustígar eru troðnir niður og nýir myndast. Rof verður í jarðveg og skemmdir hafa orðið og þær aukast smám saman.

Vinsælar gönguleiðir eru ofsetnar eins og leiðin milli Landmannalauga og Þórsmerkur, Laugavegurinn. Tilheyrandi átroðningur og skemmdir fylgja. 

Ökuleiðir á hálendinu fyllast af slyddujeppum, ferðafólk fer sér að voða í ám og fljótum. 

Við sem erum utan við ferðaþjónustuna sjáum að við svo búið má ekki standa. Koma verður böndum á gullgrafaraæðið, gera atvinnugreinina ábyrga fyrir því sem hún er að gera sem og nýtingu á landsins gæðum sem hún nýtir án endurgjalds.

Einfaldasta leiðin til að takmarka komu útlendinga til landsins er komugjald. Það ætti að vera 200 til 300 dollarar á mann. Ein og hálf milljón ferðamanna er meira en þjóðin ræður við. Hin lausnin er að flytja inn fólk í stórum stíl til að vinna störfin. Sumum finnst það í lagi og benda á að það hafi verið gert víða um lönd. Vandinn er hins vegar sá að við erum fámenn, miklu fámennari en öll viðmiðunarlönd.

Ég hef hingað til verið á móti takmörkunum í ferðaþjónustu og skattleysi hennar umfram aðrar atvinnugreinar. Það þurfum við hins vegar að taka til gagngerrar athugunar. Of mikið er í húfi. Heilt land og náttúra þess. Við erum komin að þolmörkum, þjóðin getur ekki tekið á móti fleiri ferðamönnum.

 


mbl.is 47% tilbúnir að greiða komugjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þversögnin

DSC_0288_HDR_editHinn 13. júlí 1703 rann upp bjartur og fagur á Þingvöllum. Blá slikja lá yfir skógunum milli Hrafnagjár og Almannagjár, þar sem næturdöggin leystist upp í gufu fyrir hlýjum geislum morgunsólarinnar. Fuglasöngur ómaði í kjarri og lofti. Silfurgljátt vatnið féll blítt að skrúðgrænum töngum og kjarri vöxum hólum.

Hrafnabjörg og Arnarfell voru dökk og svipþung, en á aðra hönd skein sólin á hvítan koll Skjaldbreiðs, en á hina hönd var Hengillinn grænblár með hvítum gufustrókum, er lagði hátt upp í vindlaust loftið. Það var einn af þeim ógleymanlegu morgnum á Þingvöllum, þegar náttúran tjaldar sínum fegursta skrúða og lífið virðist dásamlegt og fagnaðarríkt.

Svo fallega og skáldlega lýsir Árni Óla morgni á Þingvöllum og lesandinn minnist ósjálfrátt annars morguns í túlkun norska tónskáldsins Edvard Griegs úr tónlistaverkinu Pétur Gautur. Ef til vill ekki sanngjarnt að bera saman en tilfinningin á það stundum til að bera skynsemina ofurliði. Pétur Gautur var maður breyskur og lenti í mörgum hremmingum og ævintýrum. Hins vegar var ekkert ævintýralegt í lýsingu Árna Óla og lesandanum er á einu andartaki kippt inn í hrottalegan samtímann:

DSCN0669En þeir, sem þá voru á Þingvöllum, gáfu þessu engan gaum. Þeir höfðu um annað að hugsa. Daginn áður höfðu þeir drekkt þar konuvesling af Akranesi fyrir barneign, og nú voru þeir önnum kafnir við að hengja þrjá menn, sem harðæri og sultur höfðu hrakið út á ógæfubraut. Og síðan horfðu þeir á, hvernig grindhoraður unglingur var svipum laminn þangað til hann var alblóðugur og flakandi í sárum og líftóran við það að skreppa út úr líkamanum.

Þetta voru dæmdir óbótamenn, en í raun réttri voru þeir píslarvottar þjóðar sinnar. Íslendingar eru ekki þjófar né óbótamenn að eðlisfari. En vegna þess að þjóðin hafði verið svipt öllu frelsi af einræðisstjórn, sem hugsaði um það eitt að hafa sem allra mest upp úr þegnunum, eins og allra einræðisstjórna er siður, var svo komið í þessu fagra landi, að fólkið hrundi niður úr hungri. En þeir sem ekki vildu verða hungurmorða og fóru að dæmi tófunnar að bjarga sér eins og best gekk, voru gripnir og hengdir.

Og þennan fagra morgun, er sól skein á hauður og haf til sannindamerkis um, að Ísland væri landa best, kvöddu þeir „drengurinn“ úr Borgarfirði og útilegumennirnir tveir af Reykjanesi sitt auma líf, hangandi í gálgum á helgistað þjóðarinnar til merkis um þá óstjórn sem hafði komið Íslandi á kaldan klaka.

En þriðji útilegumaðurinn, unglingurinn innan við tvítugt, var sendur hálfdauður austur á sína sveit og hefir sjálfsagt ekki þótt þar neinn aufúsugestur.

Lesandinn er án efa höggdofa eftir lesturinn. Hér skiptir nokkru í samhenginu að sagan Pétri Gaut er sögð vera norskasta verk Henriks Ibsens og er sú ályktun dregin af því hversu snilldarlega hann vefur norsk ævintýri og frásagnir inn í það. Ibsen mun hafa haldið því fram að til að skilja Pétur Gaut yrði maður að þekkja náttúru, þjóðlíf, bókmenntir og hugsunarhátt Norðmanna. Á sama hátt má halda því fram að til að skilja íslenska náttúru þurfi glöggan skilning á sögu landsins, ævintýrum, þjóðsögum, reynslu genginna kynslóða, og ekki síður hugsunarhætti þjóðarinnar á hverjum tíma.

Hnignun gróðurs

DSC_0490_HDR_editÞví hefur löngum verið haldið að okkur að landið hafi við landnám verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Fáir trúðu þessu. Efasemdarmenn skildu ekki hvers vegna skógum hafi hnignað. Fæstir skildu lítið í þessu trjáleysi þegar fornar sögur sögðu frá skógum hingað og þangað um landið. Í Kjalnesingasögu segir frá kvígunni sem bar nafnið Mús og týndist í skóginum. Hún fannst ekki fyrr en eftir þrjú ár eftir því sem segir í Kjalnesingasögu.

Þó öllum fornum heimildum beri saman um að Ísland hafi verið vel gróið í þann tíma er land byggðist hefur mörgum þótt þessi fullyrðing með þeim hæpnustu í Íslendingabók. Slíkar raddir hafa þó hljóðnað að mestu, enda virðast þeir náttúrufræðingar sem um málið hafa fjallað allir á einu máli um réttmæti þessara orða.

Þetta segir Björg Gunnarsdóttir, landfræðingur. Hún nefnir að nú sé almennt talið að landið hafi verið algróið við landnám, skógar þakið um 15 til 40% landsins í stað um 1% nú. Margar rannsóknir hafa farið fram á gróðurfari við landnám, á útbreiðslu plöntutegunda og gróðursamfélaga, hraða jarðvegsþykknunar, hlutfalli frjókorna og fleira. Rannsóknirnar benda til þess að gróður hafi þakið allt að þremur fjórðu hlutum landsins. Það sem upp á vantar eru vötn og jöklar. Nú draga fæstir þessar staðreyndir í efa.

Íslenska vistkerfið hefur tekið miklum stakkaskiptum í aldanna rás. Landið er ekki nálægt því eins byggilegt og þegar fyrstu landnemarnir settust hér að fyrir um 1100 árum. Hnignunin er gífurleg og mun meiri en flestir eiga auðvelt með að gera sér í hugarlund og hún snertir ekki einungis hina hefðbundnu nýtingu landsins til landbúnaðar heldur og fleiri svið íslensks þjóðlífs.

DSC_0380_HDR_editÞessi orð eru í grein eftir Andrés Arnalds, núverandi fagmálastjóra Landgræðslu ríkisins. Hann nefnir að rýrnun skóga hafi orðið vegna skógarhöggs, óhóflegrar beitar og þjóðin hafi að sjálfsögðu þurft á eldiviði að halda allt frá landnámi. Skógur var ruddur til að gera beitarlönd fyrir búfé og svo var hann miskunnarlaust beittur. Smám saman hurfu þeir að mestu leyti og eftir var auð jörð sem víðast blés upp í kjölfarið. Enn má sums staðar sjá kolagrafir fjarri allri mannabyggð eins og minnismerki um það sem áður var.

Nærri ellefuhundruð og fimmtíu ár hafa liðið frá því ári sem hefð er fyrir að miðað landnámið við. Á þeim tíma hefur margt gerst og landi hnignaði með hverju árhundraði. Það er flestum skiljanlegt ella hefði þjóðin ekki náð að lifa af var þó nógu margt annað fólki að fjörtjóni. Hins vegar var landi aldrei breytt þó gróðurhulan rýrnaði af mannavöldum og hvarf síðan víða. Ef undan er skilin sú smávægilega breyting að farvegi Öxarár var breytt til að þingheimur við Lögberg fengi nægt drykkjarvatn stóð þjóðin aldrei að neinum landbreytingum. Tæknilega gat hún það ekki - fyrr en í dag.

Nútíminn

Fólk sem komið er á miðjan aldur lítur gjarnan til foreldra sinna, jafnvel afa og ömmu, og ber líf þeirra saman við sitt eigið. Nútímanum er ljóst að fyrri kynslóðir unnu meira, gáfu sér minni frítíma, miðuðu líf sitt og starf við að framfleyta fjölskyldu sinni, þræluðu sér út. Í dag er lífið um flest frábrugðið þó í grunninn sé markmiðið hið sama; hafa vinnu, eignast þak yfir höfuðið og eiga fyrir mat.

IMG_0419Nú er frítíminn miklu rýmri en genginna kynslóða og raunar er það svo að frí er tiltölulega nýtt hugtak í íslenskum raunveruleika. Af auknum frítíma leiðir að afþreying er orðin afar stór atvinnuvegur og byggist á því að hafa ofan af fyrir fólki, yfirleitt utan vinnutíma. Stór hluti hennar er útivist og ferðalög. Án þess að teygja frekar lopann skal einfaldlega fullyrt að meiriháttar viðhorfsbreyting hafi orðið hjá þjóðinni. Nútíminn skilur landið sitt að mörgu leiti á annan hátt en forfeðurnir. Kynslóðir sem fæddar eru eftir miðja síðustu öld og afkomendur þeirra eru afsprengi almenns og vaxandi góðæris í efnahagslífi þjóðarinnar og hafa notið þess í uppvexti sínum, með góðri almennri menntun, menningu sem fylgir stækkandi þéttbýli, alhliða heilsugæslu, verslun, framleiðslu og að hluta til breyttri landnýtingu.

Fyrir rúmlega fjörutíu árum var drengur á tólfta ári sendur í sveit. Fyrir ofan ofan bæinn var og er enn stórt fjall og fagurlega lagaður tindur. Svo bar til dag einn í lok júlí að hlé var gert á heyskap er ættmenni heimafólks komu í heimsókn og fyrir vikið var drengurinn úr Reykjavík dálítið afskiptur. Í stað þess að væflast um lét hann draum sinn rætast og gekk á fjallið og á tindinn.

HIMG_0537_HDRonum eru enn minnisstæð orð húsfreyjunnar sem gat ekki orða bundist eftir að upp komst um gönguna og sagði með dálitlum hneykslunartón: „Hvað er tarna, til hvers að álpast upp á fjall, þar er ekkert, ekki einu sinni kind.“ Bóndinn hafði einhvern skilning á tiltækinu og benti á að tuttugu árum áður eða svo hefði sumardrengur nokkur gengið upp á fjallið, „… en hann var nú líka alltaf dálítið skrítinn“. Þess má geta að bóndinn og kona hans voru fædd á síðasta áratug 19. aldar.

Eflaust var það nýlunda fyrir suma að ungan strák langaði að ganga á fjall. Sjálfum hefur honum ábyggilega vafist tunga um höfuð við að útskýra háttalag sitt. Þó fólk stundaði almennt ekki útivist á fjöllum á þessum árum var slíkt síður en svo fágætt. Það var alls ekki upp úr þurru að síðla ársins 1927 var stofnað félag um gönguferðir og fékk það nafnið Ferðafélag Íslands og það er enn starfandi. Á fjórða áratugnum hófst starfsemi Fjallamanna undir forystu myndlistarmannsins Guðmundar Einarssonar frá Miðdal. Hann segir í bók sinni sem ber nafnið „Fjallamenn“:

„Íslendingar eru skyldugir til að leggja stund á göngur og skíðaíþrótt, þá vaxa þeim ekki fjarlægðir í augum. Sund, leikfimi og fleiri íþróttir eru ágætur undirbúningur fyrir fjallgöngumann jafnframt því, að hann beri virðingu fyrir líkama sínum. Ég veit, að fyrstu tilraunum fylgir nokkur hætta, ef ekki er reynt fólk með í för. En það aftrar mér ekki frá að hvetja fólk til að ganga á fjöll. Fleiri og voðalegri slys hljótast af hreyfingarleysi en fjallgöngum. Ég hef séð kunningja minn hrapa til dauða í Alpafjöllunum, en það fékk mér ekki eins mikillar sorgar og að sjá fjölda fólks, sem ég þekki, grotna niður af fitu, leti og óreglu.“

Bókin kom út árið 1946 og þá var þegar vaknaður áhugi á ferðalögum og útiveru enda gerðu margir sér grein fyrir því að gönguferðir og fjallaferðir voru hollar, ekki aðeins líkamlega heldur einnig andlega. 

DSCN6875_HDRFerðafélagið Útivist var stofnað árið 1975 og byggði á sama grunni og Ferðafélagið. Skyndilega var komin samkeppni í ferðalögum um Ísland, gönguferðum, fjallaferðum, skíðaferðum og skoðunarferðum og var keppst um að gylla fjallaferðir. Um svipað leiti var Íslenski Alpaklúbburinn stofnaður og hefur síðan skipulagt námskeið í fjallamennsku og krefjandi ferðir á hæstu fjöll, jökla, ísfossa og fleira. Klúbburinn hefur breytt miklu í fjallaferðum hér á landi rétt eins og Ferðafélagið og Útivist.

Starfsemi björgunarsveita á þessum árum tóku breytingum og nauðsynlegt þótti að kenna ítarlega ferðahætti og fjallamennsku til að þau gætu betur sinnt starfi sínu. Árið 1999 sameinuðust sveitirnar undir nafni Landsbjargar. Aðildarfélögin sinna björgunarstarfi, þjálfa meðlimi sína, halda við þekkingu, byggja upp tækjakost og svo framvegis.

Lengi þótti lítið tiltökumál að aka utan vega. Jafnvel eru dæmi um að rannsakendur náttúru landsins hafi ekki látið vegleysur koma í veg fyrir ferðir á áfangastað. Þetta var einfaldlega lenskan hverjir sem í hlut áttu. Ekki heldur var fjargviðrast yfir skemmdum á landi. Vaðið var í það sem nefnt var „efnistaka“ án þess að biðja kóng eða prest um leyfi. Sjást enn minjar um slíkt þar sem kroppað hefur verið úr landinu, meðal annars fornum gígum og aðrir hreinlega fjarlægðir enda þótti rauðamölin afbragðs efni og til margra hluta nytsamleg.

Hægt og rólega urðu miklar breytingar á áhuga þjóðarinnar á útiveru og ferðalögum og um leið viðhorfsbreyting til náttúruverndar. Upp úr 1990 varð svo gjörbylting sem hefur staðið allt fram á þennan dag. Fólk leitar í útiveruna, ekki aðeins með ferðafélögum heldur fer áhuginn á ferðum á eigin vegum vaxandi. Líklegt er að göngu- og útivistarhópar séu í þúsundavís hér á landi.

Samkvæmt könnun sem gerð var árið 2000 ferðuðust það ár um 81% þjóðarinnar um landið sitt. Að jafnaði fór fólk í fimm ferðir á árinu og var meðallengd fyrstu ferðar 5,3 dagar.

Sambærileg könnun á ferðavenjum Íslendinga var gerð á árinu 2015 og kemur þar fram að 87,1% þjóðarinnar hafði ferðast innanlands og erlendis á árinu 2014. Af þessum tveimur könnunum má draga þá ályktun að áhugi landsmanna á ferðalögum um landið hafi síst minnkað, ef eitthvað hefur hann aukist. Raunar er það svo að séu svarendur flokkaðir eftir aldri og kyni er munurinn milli kynja og aldurshópa lítill. Og það sem hlýtur að teljast stórmerkilegt að áhuginn virðist vera stéttlaus. Allir ferðast innanlands.

IMG_3341_HDR2Ekki aðeins hafa orðið breytingar á viðhorfum alls almennings heldur hafa samhliða orðið gríðarlega breytingar í lögum og reglum um náttúru- og umhverfisvernd. Samkvæmt lögum eru nú flestar framkvæmdir háðar mati á umhverfisáhrifum, til eru lög gegn mengun hafs og stranda, meðhöndlun úrgangs, náttúruvernd, rekstur fráveitna, efni og efnablöndur, bann við losun hættulegra efna í sjó og lög um sinubrennur og meðferð elda á víðavangi og lög um verndar- og orkunýtingaráætlun sem í daglegu tali eru nefnd rammaáætlun. Þetta og margt fjölmargt annað hefur orðið til á innan við þremur áratugum. Starfandi er ráðuneyti um umhverfi og auðlindir og sérstök opinber stofnun sem nefnist Umhverfisstofnun. Stofnaðir hafa verið nýir þjóðgarðar, annar kenndur við Vatnajökul og hinn við Snæfellsjökul.

Ekki má heldur gleyma frjálsum félagasamtökum sem láta sig varða náttúru- og umhverfisvernd. Meðal þeirra eru Ferðafélag Íslands, Útivist, Íslenski Alpaklúbburinn, Samtök útivistarfélaga, Ferðaklúbburinn 4x4, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Jöklarannsóknarfélag Íslands, Fuglaverndunarfélag Íslands, Hellarannsóknafélag Íslands, Náttúruvaktin og samtök um náttúruvernd eru starfandi í öllum landsfjórðungum. Upptalningin er síður en svo tæmandi og má nefna til sögunnar margvíslegar upplýsinga- og umræðusíður á Facebook um þessi mál og vefsíðuna sem hin öflugu samtök Framtíðarlandið standa að, framtidarlandid.is.

Áhugi landsmanna er vissulega fyrir hendi. Þó ágreiningur sé um leiðir eru markmiðin í flestum tilvikum sameiginleg og öllum ljós.

Þversögnin

DSC_0217 - Version 2Áður var sagt að til að skilja íslenska náttúru þurfi skilning á sögu landsins, ævintýrum, þjóðsögum, reynslu genginna kynslóða, og ekki síður hugsunarhætti landsmanna. Hér hefur verið stiklað á stóru frá upphafi landnáms. Niðurstaðan er sú að til að þrauka gekk þjóðin á náttúru landsins, harðindi voru tíð og allt þetta hafði þær afleiðingar að það var nær skóglaust og öðrum gróðri hnignaði, gróðurleysur stækkuðu. Frammi fyrir þessu stendur þjóðin og getur í raun ekkert gert annað en bætt úr eins og kostur er, gera landið búsældarlegra með skógi og öðrum gróðri, þó ekki væri til annars en að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.

Þjóðin býr nú vel að sér. Nú steðja ekki önnur harðindi að henni nema hugsanlega hin efnahagslegu og hart er brugðist við þeim. Þó vissulega sé þjóðfélagið með öðrum brag en fyrr á öldum koma margir auga á þversögnina. Þrátt fyrir nýjar kynslóðir, breytt viðhorf til landsins, náttúrunnar og fleira og fleira virðist enn svo að „hönnun“ landsins sé ekki nógu góð. Búsældin mætti að áliti fjölmargra vera betri en lengst af hefur verið talið og því er komin upp meinleg þörf á að breyta landi, „endurhanna“ og laga sem áður þótti fullgott frá náttúrunnar hendi.

Þversögnin er eitthvað á þessa leið: Um leið og þess er nokkuð vel gætt að umhverfismálum, að hreinsa ítarlega þann úrgang sem fellur til sjávar frá samfélögum í landinu, til eru lög um meðferð hættulegra efna og efnablandna og bannaðar eru sinubrennur og meðferð elds á víðavangi svo lítið eitt sé nefnt, er lagt mikið mannvit og pælingar í að plana framkvæmdir sem „sökkva“ eða gjörbreyta landi.

Tæknilega séð kann þjóðin að fjarlægja fjall eða einfaldlega byggja nýtt og fallegra sem fellur betur að manngerðu umhverfi. Langan tíma tekur að klæða landið skógi og gróðri sviðuð þeim er áður þreifst hér enda er það svo eðli máls samkvæmt að ræktun er hægfara. Á örskotsstund er hins vegar hægt að breyta því sem þjóðin hefur tekið ástfóstri við og það er gert með kroppinu. Smávægilegar breytingar hér og þar, rétt eins og þegar eitt tré er hoggið á nokkrum stöðum í skóginum. Og fyrr en varir eiga önnur tré bókstaflega undir högg að sækja.

FlæðurVíða er kroppað og nartað í landið án án þess tillit sé tekið til beiðna um miskunn, vel gerðra breytingatillagna eða annarra ábendinga og þaðan af síður er litið til reynslu genginna kynslóða, þjóðsagna, ævintýra né vettvangs fornsagna. Er ekki líka þversögn fólgin í þessu?

Fáir voru til varnar í seinni heimsstyrjöldinni er ætlunin var að flytja Rauðhóla ofan við Reykjavík í einu lagi í Vatnsmýrina þar sem gerður var flugvöllur. Þá þótti það ekki tiltökumál að nota það „efni“ sem hendi var næst í framkvæmdir. Er nútíminn engu skárri en viðteknar venjur fyrir sjötíu og fimm árum?

Skammt er síðan stóreflis vinnuvélum var sigað á Gálgahraun og vegur var lagður í gegnum það? Kurteisum beiðnum um breytingar á nýjum vegi var öllum hafnað rétt eins og þeir sem voru á öndverðum meiði væru æsingamenn sem hafi ætlað að bylta réttkjörinni bæjarstjórn. Svo var nú ekki því mótmælendur vildu einungis vernda náttúrulegt landslag, koma í veg fyrir óafturkræf spjöll. Er slíkur málstaður vondur? Nei, hann er góður og göfugur. Andmælendur höfðu ekki árangur sem erfiði. Bæjarstjórnin stóð svo fast fyrir, rétt eins og hin minnsta eftirgjöf frá áður útgefinni stefnu mætti túlka sem veikleika eða tap og því fór sem fór.

Eldvörp eru einstaklega fögur gígaröð á Reykjanes. Þar undir er talsverður jarðhiti sem ætlunin að virkja til rafmagnsframleiðslu. Virkjunin mun hafa mikil áhrif á náttúru- og menningarminjar á svæðinu, raska varanlega gígunum og hrauninu umhverfis.

Af hverju yrði Eldvarpavirkjun tilefni til að kalla allar núlifandi kynslóðir Íslands sem komnar eru til vits og ára „sjálfhverfu kynslóðirnar“? Af hverju yrði hún heimskulegur, siðlaus og óskiljanlegur umhverfisglæpur?

Það er vegna þess að með virkjun Eldvarpa á ekki aðeins að umturna og eyðileggja gígaröð, einstætt náttúruverðmæti, heldur líka að stytta endingartíma sameiginlegs jarðhitageymis Eldvarpa og Svartsengis úr 50 árum niður fyrir 30 ár en fullyrða samt að um sé að ræða endurnýjanlega orkunýtingu sem fyrirmynd fyrir heimsbyggðina!

BeinahóllÞannig skrifar Ómar Ragnarsson, einn allra beittasti náttúruverndarsinni hér á landi. Hann tekur djúpt í árinni enda hefur hann efni á því og hann þekkir til mála. Andvarp Eldvarpa er nærri. Er sá málstaður slæmur að vilja vernda Eldvörp? Nei, hann er góður og göfugur.

Hellisheiði og nágrenni hennar voru einu sinni á góðri leið með að verða vinsæl til útivistar en því miður er það ekki lengur svo. Þrátt fyrir fornminjar á er ekki lengur gaman að koma þangað né í hið forna Yxnaskarð, um það og upp á heiði liggur hraðbraut hryðjuverka. Kletturinn þar sem Búi vó fóstbróður sinn er nær ósýnilegur í umhverfi mannvirkja. Munum að fóstbróðirinn hér Kolviður.

Staðreyndin er sú að Hellisheiði og Hellisskarð hafa verið eyðilögð. Nú sér stórlega á svæðinu við Kolviðarhóll, Hamragil og Sleggjubeinadal og Skarðsmýrarfjalli hefur verið raskað. Við Kolviðarhól var reist virkjun sem lítur einna helst út fyrir að vera flugstöð án flugbrauta. Óaðlaðandi mannvirki og án tengsla við umhverfi sitt, að minnsta þann hluta þess sem er á ofanjarðar.

Engum datt í hug að spyrja sí svona við upphaf framkvæmda:

Hvernig getum við byggt jarðvarmavirkjun án þess að eyðileggja þetta fallega land? Reynum eftir því sem kostur er að fella mannvirki eins og kostur er að landslaginu, sýnum að náttúran er okkur mikils virði.

Nei, enginn spurði. Enginn skildi.

Þess í stað var öllu umbylt og farið um eins og svæðið væri ómerkileg malarnáma. Allt var leyfilegt. Ekki er furða þótt Orkuveitan hafi verið uppnefnd hryðjuverkasamtök vegna Hellisheiðarvirkjunar. Er málstaður þeirra sem þarna hafa leyft og skipulagt mannvirki góður? Nei, hann er vonur.

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2015 segir í ályktun um náttúruvernd: „Leitast skal við að nýframkvæmdir og mannvirki falli sem best að umhverfi sínu.“

Mannvirki á Kolviðarhóli, Hellisheiði og nágrenni gera það ekki.

Hér hafa örfá dæmi verið nefnd um skammtímaviðhorf. Fleiri mætti nefna og nefna til dæmis Torfajökulssvæðið sem mörgum finnst ástæða til að gjörbreyta með virkjun jarðhita. Sama á við um Hólmsá, hið undursamlega Hólmsárlón, Langasjó og margan klæjar í að fá að virkja Blöndu ofan við Blönduós og sökkva hálfum Langadal á svipaðan hátt og ætlunin er að gera með land meðfram Þjórsá. Þar á eftir liggur án efa beinast við að auka raforkuframleiðslu fyrir austan, hækka yfir borð Lagarins, skítt með það þó Egilsstaðir og Fellabær fari að hálfu í kaf. Við sjáum nefnilega sæstrenginn til Bretlands í hillingum.

Pólitíkin

Hugmyndir vinstriflokkanna um að fækka stórkostlega virkjankostum eins og endurspeglast í rammaáætlun og umbreytingin á fiskveiðistjórnunarkerfinu leiða því til meiri sóknar mannsins í óendurnýjanlegar auðlindir jarðar. Stefna vinstriflokkanna í þessum málum opinberar þá sem auðlindasóða.

Þannig ritaði þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í grein í Morgunblaðinu. Í fljótu bragði virðist sem höfundurinn hafi rétt fyrir sér. En af öllu sem hér hefur verið nefnt má draga þá áætlun að sjálfstæðismönnum sé verulega annt um náttúru landsins. Margir þeirra telja ekki alla virkjunarkosti jafngóða. Þeir geta verið rekstarlega óhagkvæmir eða staðsetningin rekst á við önnur not eins og ferðaþjónustu og þá ört stækkandi tegund afþreyingar sem nefnist einfaldlega útivera. Rammaáætlun er nauðsynlegt verkfæri til að gera sér grein fyrir virkjunarmöguleikum og þeim vítum sem ber að varast. Eða hvað skal til bragðs taka þegar ætlunin er að virkja Hólmsárlón eða Langasjó? Það er auðvelt að búa til uppnefni en orðið umhverfissóði er ekki nýyrði.

Gæti verið að hnignandi fylgi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum tengist á einhvern hátt þeirri staðreynd að ekki teljist allir þeir til vinstri manna sem vilja vernda náttúru landsins? Hvert hefur þá fylgið farið?

Annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifar eftirfarandi í Morgunblaðið 26. maí á þessu ári:

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í forystuhlutverki í innleiðingu framfara í íslenskum atvinnuháttum. Í dag stendur yfir enn ein orrustan um nýtingu orkuauðlinda til eflingar íslensku samfélagi, aukna verðmætasköpun, aukin tækifæri og fjölbreyttari störf fyrir ungt fólk. Það má segja að sömu öfl takist á nú og hafa tekist á um þessi mál síðustu áratugi. Það er mikilvægt að almenningur geri sér grein fyrir þeim mikilvægu ákvörðunum sem við stöndum frammi fyrir.

Margt hefur breyst til hins betra á liðnum áratugum. Eðlilega breytast viðhorf og nýjar kynslóðir koma til sögunnar sem hafa alist upp við önnur gildi en forfeðranna. Þó svo að flestir átti sig á gildi raforkunnar fyrir þjóðina og að brýnt sé að virkja eru skoðanir skoðanir skiptar, jafnvel innan Sjálfstæðisflokksins. Sá tími er liðinn að hægt sé að seilast í náttúruverðmæti og virkja þau með þeirri réttlætingu að verið sé að efla íslenskt samfélag, auka verðmætasköpun, fjölga atvinnutækifærum fyrir ungt fólk. Sé slíkri málfundatrixi beitt má benda á að nákvæmlega sömu rök gilda um verndun náttúruverðmæta. Gegn því er erfitt að mæla, jafnvel þó í hillingum sé þessi sæstrengur til Bretlands.

Í samþykkt á nýloknum landsfundi Sjálfstæðisflokksins segir um rammaáætlun:

Fylgja skal í einu og öllu því ferli sem kveðið er á um í lögum um rammaáætlun. Í því felst að ekki verði vikið frá kröfum um virkt umhverfismat á öllum stigum, byggðu á bestu fáanlegu faglegri þekkingu og tækni. Einnig að leitað verði sátta á sem breiðustum grundvelli og að tekið verði tillit til athugasemda frá almenningi, fagfólki og hagsmunaaðilum eftir að tillögur verkefnastjórnar liggja fyrir.

Þetta er nýlunda í ályktunum flokksins og lofar góðu að tekið skuli tillit til athugasemda frá almenningi og hagsmunaaðilum. Við, almenningur, erum mikilvægustu hagsmunaaðilarnir og tilfinning okkar á það stundum til að bera skynsemina ofurliði, eins og nefnt var í upphafi þessarar greinar. Þess má þó geta að tilfinning er afar öflugur hluti greindar hvers manns og hana skal því ekki vanmeta. Og því má aftur spyrja á svipaðan hátt og hér á undan, hvort lágt fylgi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum tengist á einhvern hátt því að flokkurinn hlusti ekki lengur eftir tilfinnum fólks? Eitt vitum við þó og það er að ekki gengur alltaf að líta á málin með gagnaugunum.

Sú hugmynd er einstaklega falleg að við höfum landið að láni, það sé í eigu afkomenda okkar. Jafnframt að við eigum að standa þannig að málum að okkur sé sómi að arfleifðinni, jafnt landinu sem þjóðfélagsgerðinni. Hér er áreiðanlega auðveldara um að tala en framkvæma en þar tekur þar pólitíkin við. Þá skiptir máli að hinir bestu menn taki ákvarðanir eins og sagt var til forna. Höfum við slíka á Alþingi Íslendinga eða í sveitarstjórnum?

Enn þann dag í dag kemur fyrir að bjartur og fagur dagur rís á Þingvöllum og næturdöggin leysist upp fyrir hlýjum geislum morgunsólarinnar. Fuglasöngur ómar í kjarri og lofti. Slíkir morgnar á Íslandi eru sem töfrum líkastir. Þá væri nú jafnframt algott að ríkisstjórnir séu lýðræðislegar og hafi skilning á þörfum þjóðarinnar - ekki aðeins þeim efnahagslegu heldur einnig þeim tilfinningalegu.

Það er nefnilega þannig með þjóðina, hversu bágt sem sumir láta, að hún er nú einu sinni mótuð af arfinum; sögunni, ævintýrunum, þjóðsögunum … og gleymum því ekki að hún nýtur sín við útiveru og ferðalög hér innanlands.

Þess vegna væri það undurgott að barnabörnin okkar gætu átt þess kost að njóta landsins sem forfeðurnir höfðu að láni frá okkur.

Þessi grein birtist í tímaritinu Þjóðmál, 4. hefti 11. árgangi 2015.

 

 

 

 


Enn er lagt í fyrirfram tapaða herferð gegn lúpínu

LúpínaLúpínan er merkileg jurt fyrir þær sakir að hún framleiðir köfnunarefni (nitur) og auðgar þannig jarðveginn sem hún lifir í. Þetta efni er einmitt það sem vantar svo sárlega í íslenskan jarðveg.

Rannsóknir hafa sýnt að lúpínan hörfar þegar annar gróður nær sér á strik. Þetta hafa meðal annars rannsóknir í Heiðmörk sannað.

Ef gengið er um svæðið í dag er erfitt fyrir óvant auga að greina hvað var melur eða gróðurtorfa áður fyrr. Sjálfsagt hugsa margir sem þarna fara um hve ágeng lúpínan er í vel grónu landi en átta sig síður á því að þar er hún að láta undan. Landið sem lúpínan skilur eftir sig er gras og blómlendi með um það bil 10 cm þykku moldarlagi ofan á gamla melnum. Ég ætla að láta aðra um að lýsa einkennum landsins nákvæmlega, hugsanlega gæti það verið áhugavert verkefni fyrir áhugasaman náttúrufræðing.

Þetta er haft eftir Daða Björnsson, landfræðing, á vef Skógræktarfélags Íslands.

Þröstur Eysteinsson hjá Skógrækt ríkisins segir eftirfarandi í grein sinni í Skógræktarritinu árið 2011 undir fyrirsögninni „Misheppnuð tilraun til að eyða lúpínu með sauðfjárbeit“.

Þar hefur skógurinn breiðst út ၠmelana í brekkunum um­ hverfis gamla skóginn og niður á eyrarnarí dalbotn­inum. Þar hefur birki og víðir náð goóðum vexti, sem ekki hefði orðið án lúpínunnar. Lúpínan er nú óðum að hörfa undan birkinu á stórum svæðum umhverfis gamla skóginn, hafandi gegnt sínu hlutverki eins og til var ætlast af þeim sem komu henni þar fyrir. Það tókst að bjarga Bæjarstaðarskógi frá eyðingu og eng­inn vafi leikur á að þar gegndi lúpínan lykilhlutverki.

Fyrir nokkrum árum komst í tísku að vera á móti lúpínunni. Hún var sögð útlend jurt, framandi aðskotahlutur í náttúru Íslands. Þversögnin í málflutningi þessa fólks var þá afhjúpuð. Meðal annars var bent á fjölda annarra innfluttra jurta sem enginn hefur hingað til agnúast út í og einnig spurt hvað sé í raun og veru íslensk jurt.

Þá var blaðinu snúið við og því haldið fram að lúpínan eirði ekki „íslenskum“ gróðri og var þá helst átt við mosa, berjalyngi og álíka. Jafnvel þetta hefur verið hrakið en enn þrást þeir við sem verja vilja manngerðar eyðimerkir landsins og holt sem standa ekki lengur undir fornri merkingu þess orðs.

Lúpínan lætur sér hins vegar fátt um finnast og dreifir sér með örskotshraða um landi og vissulega hjálpa markir til með frædreifingu og flutningi á rótarhnausum. Baráttan gegn lúpínunni er því löngu töpuð.

Enginn áræðir að fara upp á Úlfarsfell og rífa hana upp. Enginn leggur í að fara upp á Húsavíkurfjall til að eyða henni. Ekki nokkur maður sést í Heiðmörk við að kroppa hana um. Ástæðan er einfaldlega sú að lúpínan ætlar sér að vera hér á landi og sem betur fer sá sumir hagræðið í því.

Reykjavíkurborg, Hafnafjarðarbær, Grenivík, Stykkishólmsbær og fleiri sveitarfélög skilja ekki lúpínuna en eru þó með fjölda gáfufólks sem ætti að hafa einhvern skilning á henni. Sveitarstjórn Grenivíkur sagðist fyrir nokkrum árum þurfa að punga út tugum milljónum króna til að útrýma lúpínu á Þengilshöfða, sjá frétt á visir.is.

Aðalsteinn Sigurgeirsson, skógfræðingur, segir á síðunni „Vinir lúpínunnar“ á Facebook:

Á einn hektara í Grýtubakkahreppi væri hæfilegur skammtur af birki 2400 plöntur (gróðursettar með 2 x 2 m millibili). Vinnukostnaður: eitt dagsverk fyrir tiltölulega óvanan mann. Væri gróðursetning undirbúin með herfingu (TTS; og með því stikaðar út línur fyrir gróðursetningu) mætti í leiðinni draga úr samkeppni við gróðursettu smáplönturnar fyrsta árið, og komast af með ódýrar, ársgamlar trjáplöntur. Þá væri þetta varla nema nokkurra klukkustunda verk.

Annar mætur skógfræðingur, Einar Gunnarsson, bætir við:

Varðandi skógræktaráætlun Aðalsteins má bæta við að kostnaður væri um það bil eftirfarandi: Herfing með TTS herfi Kr. 14.000.- plöntur og gróðursetning kr. 150.000.- Flutningur á herfi, gróðursetning og umsjón (há tala vegna þess að aðeins er um að ræða 1 ha.) Ca. 100.000.- Samtals 264.000.- Núvirði eftir 20 ár u.þ.b. 2 milljónir króna.

Vesalings sveitarstjórnarfólkið á Grenivík veit ekki að það getur sparað talsverðar fjárhæðir ef hún hlustaði á menn eins og Aðalstein og Einar. Náttúrulegar aðferðir duga yfirleitt betur auk þess er alkunna að betur vinnur vit en strit.

Þetta á auðvitað við það hjálparlausa lið sem nú ræður ríkjum í Reykjavíkurborg. Það kallar sig „Grænu framvarðsveitina“ og verkefni þess er að útrýma lúpínu:

Reykjavíkurborg vill stemma stiga við þessu og kallar áhugasama borgarbúa með sér í lið. Stefnt er að því að verja nokkur viðkvæm holt sem eru staðsett inni í grónum hverfum fyrir frekari ágangi. Allir sem vilja hjálpa til eru boðnir velkomnir til að taka þátt á sérstökum átaksdögum. Gott er að koma með skóflur og plastpoka.

Auðvitað mætti enginn daginn í byrjun mánaðarins þegar græningjarnir ætluðu að moka burtu lúpínunni. Væri nú ekki gáfulegara fyrir Reykjavíkurborg að fara að ráðum Aðalsteins og Einars og kosta nú dálitlu til í kaup á birki og gróðursetja í lúpínubreiður borgarinnar? Birkið mun ábyggilega taka mjög hratt við sér og útrýma lúpínunni snarlega og lifa svo vel og lengi af brautryðjendastarfi hennar. Nema auðvitað að markmiðið sé að viðhalda gróðureyðingu landsins sem hófst við landnám. Ugglaust má kalla það markmið í sjálfu sér.

Svo virðist sem til sé félagsskapur sem nefnist „Sjálboðaliðasamtök um náttúruvernd“. Frétt er um hann í visir.is í dag. Í raun er þetta eins manns baráttuklúbbur ásamt vandamönnum en hefur ekkert að segja gegn lúpínunni. Hins vegar er afar sorglegt að sjá á myndinni gulklæddan mann krjúpa þarna í vorrigningunni á Vogastapa og kroppa upp lúpínu. Takið svo eftir umhverfinu ... Jú, verjum endilega þessa mela og klappir. Það væru hrikalegt örlög ef lúpína eða birki myndi hylja gróðurleysið.

Og fyrst við erum að tala um birki. Vita lesendur helstu rökin gegn uppgræðslu með birki? Jú, það er svo erfitt að komast leiðar sinnar í gegnum birkiskóg, þess vegna á ekki að rækta hann. Haldið að það sé nú bullið ...

Að lokum þessa langa pistils er ekki úr vegi að benda lesendum aftur á afar fróðlega Facebook síðu sem nefnist „Vinir lúpínunnar“. Þar er sagt frá gagnsemi lúpínunnar í máli og myndum.

 


Látnir gista ekki í þvottahúsum

LátnirStundum er svo afskaplega skemmtilegt að lesa það sem „óvart“ er skrifað í fjölmiðlum.

Eiður Svanberg Guðnason segir í málfarspistlum sínum að oft þegar illa er skrifað þá bendi það til að svokölluð „fréttabörn“ hafi hamrað á lyklaborð. Átt er við að reynslulítið fólk fái eftirlitslaust að vaða um fjölmiðla með þeim afleiðingum að fréttir eru uppfullar af málfarsvillum, stafsetningavillum og hugsanavillum.

Dæmi um hið síðarnefnda er úr tólffréttum Bylgjunnar í dag en þar sagði hljómfögur stúlkurödd þetta: „Úkraína sigraði Eurovision“.

Það væri nú merkileg þversögn ef Eurovision hafi verið þátttakandi í Eurovision. Réttara hefði verið að bæta forsetningunni „í“ inn: „Úkraína sigraði í Eurovision“.

Fjölmiðlun á Íslandi er eins og hún er, svona upp og niður. Einna helst virðist að taka þurfi til hendinni á dv.is, pressan.is og eyjan.is. Þessir miðlar eru allir undir sama eignarhaldinu og fyrir þá sem standa utan við þá virðist sem að ungir og reynslulausir krakkar, „fréttabörn“ séu ráðin þangað á litlum launum til að „búa til“ fréttir, þýða eitthvað úr erlendum miðlum og valsa síðan um eins og andinn blæs þeim í brjóst.

Á vefritinu pressan.is má daglega sjá tilvitnanir í aðra fjölmiðla. Dálítið skrýtið fyrirbrigði að fjölmiðill skuli gera slíkt frekar en að búa til sínar eigin fréttir. 

„Látnir gista í þvottahúsum“, segir í þessari tilvitnun eins og sést á meðfylgjandi mynd. Þar sem undirritaður hefur afar fátæklegar upplýsingar um lífið eftir dauðann notfærði hann sér þennan link og hrökk þar inn á mbl.is. Þar er hins vegar ekkert um látna heldur er fréttin um slæman aðbúnað útlendra verkamanna í ferðaþjónustu og sumir þeirra þurfa að sæta því að hvílast í þvottahúsinu sem þeir vinna í.

Svona gerast nú málin þegar fréttabörnin fá að leika lausum hala. Svo aumt er það í þessu tilfelli að þau geta ekki einu sinni haft rétt eftir öðrum fjölmiðli. Þannig verður ein fjöður stundum að mörgum hænum.

Látnir tínaAðrir fjölmiðlar eru stundum ekkert skárri. Fyrir um átta árum stóð þetta í fyrirsögn á mbl.is:„Látnir tína upp plastpoka“

Í Viðskiptablaðinu stóð skýrum stöfum í fyrra: „Látnir vinna á gólfinu“.

Af þessu má draga þá ályktun að lesendur eru tíðum látnir fara fýluferð.

 


Hvað ef Lúðvík væri Sjálfstæðismaður?

Lúðvík Geirsson, fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði og stórkrati, er ábyggilega besti maðurinn í starf hafnarstjóra í bænum. Setjum þetta samt í annað samhengi.

Látum okkur detta í hug að Lúðvík væri framsóknarmaður og enn væri hann besti kosturinn í starfið. Hvað hefðu undirmálsfjölmiðlarnir sagt? Við hverja hefði fréttastofa Ríkisútvarpsins tekið viðtal? Líklega Björn Val Gíslason, varaformann VG sem sér spillingu alls staðar en í eigin ranni. Eða Svandísi Svavarsdóttur, þingflokksformann VG, sem seldi skoðanir sínar í ESB fyrir ráðherrasæti.

Hefði Lúðvíkingurinn verið Sjálfstæðismaður væri allt gjörsamlega vitlaust. Illugi væri á byrjaður á sólói sínu á trommunum fyrir framan Alþingi, Hörður Torfason hefði vaknað af dvala sínum og mótmælti og svo framvegis.

Eflaust kunna einhverjir að tauta fyrir munni sér að spillingarflokkarnir sjái um sína.

Má vera, en sumu fólki er hreinlega ekki viðbjargandi og flest þess lifir í óþrifunum í athugasemdadálkum undirmálsfjölmiðla.


mbl.is Lúðvík ráðinn hafnarstjóri í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvitar á vélhjólum valda náttúruskemmdum

DSC_4421 - Version 2Í góðu samfélagi er reglan sú að einstaklingar taka ekki lögregluvaldið í sínar hendur, ekki frekar en dómsvaldið. Þegar einhver brýtur lög á að kæra viðkomandi. Þetta er svo einfalt, rétt eins og umferðareglurnar.

Að þessu sögðu er ástæða til að gagnrýna suma vélhjólamenn mjög harðlega. Þeir fara ekki að lögum, aka um náttúru landsins, búa til slóða, spóla upp um kletta, hóla, hæðir og fjöll á kraftmiklum hjólum og valda varanlegum skemmdum á landi.

Hef séð þetta í Bláfjöllum, við Vífilsfell og Hengilinn. Þetta eru íslenskir óvitar sem valda náttúruskemmdum. Varla hægt að kenna fullorðnu fólki um svona hegðun.

IMG_1286Fyrir mánuði sá ég tvo mótorista þeysa á vélfákum sínum upp langleiðina upp á Vífilsfell. Hjólin voru gríðarlega kraftmikil, dekkin voru alsett tommulöngum nöglum og þeir rótsplóluðu niður úr harðfenninu og upp á fjallið, þveróku fallshlíðar eins þeim væri borgað fyrir það. Sem betur fer var snjór yfir. Þeir hefðu hæglega getað tætt móbergið og valdið varanlegum skemmdum.

Varanlegar skemmdir sjást undir Henglinum vestanverðum þar sem vélhjólamenn iðka þá skemmtun að „klifra“ upp bratta kletta á nagladekkjum. Oft þarf ekki nagladekk til, spólið markar í ýmsar bergtegundir.

Auðvitað skilur maður unga stráka sem nenna ekki lengur að aka hring eftir hring á einhverju æfingasvæði. Þeir vilja fara upp á fjöllin, reyna sig við brattan. Það er skemmtilegast.

Einn og einn læðir sér úr æfingasvæðinu við Bolöldu við Vífilsfell. Ekur vestur undir Bláfjöllum og hælir sér af DSCN0667 copyafrekinu. Fleiri reyna sig við sömu leið. Kindagatan er orðið vélhjólagata, víða ekki bara einföld heldur „skreytt“ með „utangötuakstri“, spóliríi sem setur svip á landið. Smám saman komast vélhjólamenn hringinn í kringum Bláfjöllin og þeir eru bestir sem þora að fara þessa leið. Þannig spana strákarnir hverja aðra.

Svona Endurohjól eru eru yfirleitt númerslaus. Þeim er ekið frá Reykjavík eftir hestagötum allt upp í Bolöldu, ekki hægt og varlega heldur er allt gefið í botn. Og nú er svo komið að vélhjólamenn aka í flokkum út fyrir æfingasvæðið eins og þeir eigi landið og rífa stólpakjaft við þá sem gera athugasemdir. Eða senda þeim fingurinn sem taka myndir.

Þetta þarf að stoppa. Þetta verður að stoppa.

Myndirnar:DSC_4491 - Version 2

Efsta myndin er af vélhjólamanni í Vífilsfelli 9. apríl síðast liðinn. Hann er lengst uppi í fjallinu, fyrir ofan Sléttu, á gönguleiðinni upp móbergshrygginn.

Næsta mynd er af vélhjólaslóðum vestan undir Bláfjöllum.

Þriðja myndin er af förum eftir vélhjól sem spólað var upp kletta vestan undir Hengli, nálægt Engidal.

Fjórða myndin er af öðru vélhjólinu sem ekið var upp á Vífilsfell. Eins og sjá má er þetta ekkert smáræðis tól. Takið eftir dekkjunum og nöglunum sem standa út úr því.

IMG_1274Síðasta myndin er vestan undir Vífilsfelli. Vífilsfellsöxl fyrir framan. Þarna er hæðótt landslag og ábyggilega ansi gaman að skemma landið ... eða þannig.

 


mbl.is „Sjúkt að gera svona“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úreltar málamyndaviðgerðir á malbiksholum

Þá hef ég spurnir af því, að borgin hafi um árabil látið í sparnaðarskyni leggja út mjög þunnt malbik á göturnar, sem vitaskuld bitnar á endingunni. Heyrst hefur líka að þunna malbikið skapi vandamál þegar kemur að heilfræsingu gatna með stórvirkum vélum leigðum að utan.

Þetta skrifar Björn Ólafur Hallgrímsson, lögfræðingur, í grein í Morgunblaði dagsins. Fyrr í vor var mikið fjallað um slæmt ástanda á gatnakerfi höfuðborgarinnar í fjölmiðlum.

Björn Ólafur bendir á að borgin hafi merkt víða holur á götum. Hann segir af því tilefni:

Merkingarnar sýna að borgin hyggst enn ráðast í stagbætingu ónýtra gatna fremur en að leggja yfir þær nýtt malbik. Vænta má þess að borgin láti enn um sinn nota við holuviðgerðir löngu úreltar aðferðir sem endast í 1-2 ár í stað þess að fá til þess verktaka sem beitir nokkru dýrari aðferðum, t.d. svokallaðri geislameðferð sem notuð hefur verið í Bandaríkjunum í áratugi, eða láti þétta samskeytin með heitum tjörutaumi, eins og víða er gert á norðlægum slóðum.

Ekki veit ég hvernig á að standa að viðgerðum á malbiki. Hitt er ljóst að það skemmist ekki svo ýkja mikið af dekkjanöglum. Víðast valda naglarnir jöfnu sliti. Holur virðast myndast oftar en ekki þar sem malbiksteppi mætir öðru. Þar verða til samskeyti sem ekki er lokað á fullnægjandi hátt. Breyta og frost skemma samskeytin og smám saman verður til stór sprunga eða hola.

Líklega er það rétt sem Björn Ólafur segir að úteltar aðferðir séu notaðar til viðgerðar í stað þess að nota þær sem hann nefnir.

Oft veltir maður því fyrir sér hvort undirlag malbiks sé nógu gott. Víða virðist malbikið troðast niður í hjólförum. Þá ályktun má draga því ekki koma í ljós undirlög sem gjarnan gerist þegar um slit er að ræða. Þetta má glögglega sjá á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.

Síðan borgarstjóri fór til starfa á dekkjaverkstæði virðist sem að öll umræða um málið hafi lognast út af. Gott er að Björn Ólafur skuli halda umræðunni vakandi enda hefur eiginleg ekkert gerst í þessum málum. Virðist verkefnin þó næg, jafnvel þó þeim sé sleppt sem slett hefur verið malbiki ofan í og þjappað saman með skóflubaki.

 


Ríkir sannur íþróttaandi í kosningum og stjórnmálum?

Alveg rosalegt að vera ekki valinn í landsliðshópinn sem fer á EM í næsta mánuði. Þjálfarar landsliðsins eru greinilega heimskingjar og rugludallar og þeir sem voru valir í minn stað eru drullulélegir fótboltamenn og munu ekki geta neitt, hvorki nú eða í framtíðinni.

NEI, svona tal er fyrir neðan virðingu sannra íþróttamanna enda enginn sem tekur þannig til orða. Í dag var kunngert hverjir verða í hópum sem fer til Frakklands fyrir Íslands hönd. Nokkrir frábærir fótboltamenn þurfa að sitja heima. Þeir eru vissulega svekktir en taka tíðindunum með karlmennsku og ... óska þeim sem voru valdir til hamingju.

Er miður mín að fá ekki að taka þátt í þessu æv­in­týri, en óska 23 frá­bær­um leik­mönn­um til ham­ingju með valið á EM. Ég er samt alltaf klár.

Þetta segir Gunnleifur Gunnleifsson, sá stórkostlegi markmaður og drengskaparmaður. Hann er fertugur þessu ári, með elstu mönnum í efstu deild. Dettur einhverjum í hug að yngri markmenn hafi ráðist á hann vegna aldurs eða getu? Gæti verið að einhver hafi sagt að kominn væri tími á kynslóðaskipti í landsliðinu. Nei, svo sannarlega ekki. Hins vegar urðu kynslóðaskipti en aldrei var aldur Gunnleifs notaður honum til lasts.

Ber höfuðið hátt er að spila fyrir gott lið í góðri deild, ef það er ekki nóg þá verður bara að hafa það. Það voru forréttindi að fá að taka þátt í undankeppninni með þessu frábæra liði. Óska öllum strákunum alls hins besta í sumar. ÁFRAM ÍSLAND.

Þetta segir annar frábær fótboltamaður, Ólafur Skúlason. 

Er þetta ekki sannur íþróttaandi og til mikillar fyrirmyndar?

Lítum svo til forsetakosninganna og stjórnmála í landinu. Hlustið á suma frambjóðendur og marga pólitíkusa en ef til frekar á stuðningsmennina. Eru þeir allir til mikillar fyrirmyndar til orðs og æðis?

Er ekki kominn tími til að taka íþróttamenn eins og Gunnleif og Ólaf sér til fyrirmyndar og haga orðum sínum á þann hátt að til virðingar sé fyrir alla.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband